spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Matt Brown sleginn á leið sinni í búrið

Myndband: Matt Brown sleginn á leið sinni í búrið

Matt Brown mætti Demian Maia í gær á UFC 198. Á leið sinni í búrið var hann sleginn þrisvar af aðdáendum.

Í vigtuninni á föstudaginn sendi hann áhorfendum fingurinn. Það var auðvitað ekki vinsælt meðal brasilísku aðdáendanna sem hrópuðu „uh vai morrer“ sem þýðir „þú munt deyja“.

45.000 áhorfendur voru í höllinni í Curitiba í Brasilíu í gær. Þegar Matt Brown gekk í búrið var hann þrívegis sleginn af áhorfendum. Í þriðja skiptið brást hann illa við eins og sjá má hér að neðan.

Á blaðamannafundinum eftir UFC 198 í gær sagði starfsmaður UFC að þessum aðilum hefði verið vísað úr höllinni.

Demian Maia hafði mikla yfirburði yfir Matt Brown í gær og kláraði með hengingu þegar 30 sekúndur voru eftir af bardaganum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular