UFC bardagakvöldið á laugardaginn kom skemmtilega á óvart. Eitt ótrúlegasta atvik kvöldsins og endurkoma ársins var sigur Paul Craig á Magomed Ankalaev á lokasekúndum bardagans.
Bardaginn fór fram í léttþungavigt og naut Ankalaev mikilla yfirburða í bardaganum. Samkvæmt skorspjöldum dómaranna hafði Ankalaev unnið fyrstu tvær loturnar og staðan því samtals 20-18 fyrir þriðju lotuna. Craig þurfti því að klára bardagann til að eiga von um að sigra. Þriðja og síðasta lotan fór ekki vel af stað og stefndi allt í að Ankalaev myndi einnig taka þriðju lotuna og sigra því eftir örugga dómaraákvörðun.
Þegar minna en tíu sekúndur voru eftir af bardaganum henti Craig upp „triangle“ hengingu, læsti hengingunni, Ankalaev tappaði út og var bardaginn stöðvaður þegar aðeins ein sekúndu var eftir af bardaganum! Magnað uppgjafartak og ein besta endurkoma í sögu UFC.
Sigurinn var afar mikilvægur fyrir Craig en fyrir bardagann hafði hann tapað tveimur bardögum í röð. Þetta var líka síðasti bardaginn hans á núgildandi samningi við UFC og hefði hann ekki fengið annað samningsboð hefði hann tapað. Nú gengur hann að samningaborðinu með þrjá sigra og tvö töp í UFC, enginn stórkostlegur árangur en mun væntanlega halda starfinu í UFC eftir þennan sigur.
OH MY!!!!@PCraigMMA pulls off the MIRACLE upset in the final 5 seconds and gets the submission victory!! WOW!!! #UFCLondon pic.twitter.com/iQ6en9TokC
— UFC (@ufc) March 17, 2018