spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband: Rothöggið hjá Birni eftir 50 sekúndur

Myndband: Rothöggið hjá Birni eftir 50 sekúndur

Björn Þorleifur Þorleifsson sigraði sinn fyrsta MMA bardaga með rothöggi eftir aðeins 50 sekúndur fyrr í dag. Hér má sjá myndband af rothögginu.

Björn mætti Premysl Kucerka frá Tékklandi á Evrópumótinu í Prag í dag en bardaginn fór fram í millivigt (84 kg).

Björn er með mikla reynslu úr Taekwondo og náði heldur betur að nýta sér spörkin sín. Hann byrjaði á því að ná flottu snúningssparki í magann á Kucerka, felldi hann svo eftir spark í innanvert lærið og kláraði hann með flottu hásparki – allt á aðeins 50 sekúndum.

Björn mætir svo Rostem Akman frá Svíþjóð í 8-manna úrslitum á morgun en hann þykir sterkur andstæðingur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular