Björn Þorleifur Þorleifsson sigraði sinn fyrsta MMA bardaga með rothöggi eftir aðeins 50 sekúndur fyrr í dag. Hér má sjá myndband af rothögginu.
Björn mætti Premysl Kucerka frá Tékklandi á Evrópumótinu í Prag í dag en bardaginn fór fram í millivigt (84 kg).
Björn er með mikla reynslu úr Taekwondo og náði heldur betur að nýta sér spörkin sín. Hann byrjaði á því að ná flottu snúningssparki í magann á Kucerka, felldi hann svo eftir spark í innanvert lærið og kláraði hann með flottu hásparki – allt á aðeins 50 sekúndum.
Björn mætir svo Rostem Akman frá Svíþjóð í 8-manna úrslitum á morgun en hann þykir sterkur andstæðingur.