0

Myndband: Skelfilegt fótbrot í Cage Warriors

Cage Warriors 101 fór fram í gær. Aðalbardagi kvöldsins endaði með skelfilegum hætti eftir fótbrot í 1. lotu.

Þeir Sofiane Boukichou og Tom Aspinall mættust í aðalbardaga kvöldsins en bardaginn fór fram í þungavigt. Eftir rúma mínútu í 1. lotu sparkaði Boukichou en Aspinall lyfti fæti sínum með þeim afleiðingum að sparkið hitti illa og fótbrotnaði Boukichou. Fótur Boukichou var líkt og gúmmí eins og sjá má í myndbandinu en við vörum viðkvæma við myndbandinu.

Aspinall var úrskurðaður sigurvegari þar sem Boukichou var ófær um að halda áfram. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við sjáum slíkt fótbrot í MMA en Anderson Silva og Corey Hill lentu báðir í skelfilegum fótbrotum í UFC á sínum tíma.

Þetta er búin að vera skrítin helgi í MMA. Á föstudaginn endaði aðalbardaginn á Bellator 215 eftir spark í klofið eftir aðeins 15 sekúndur. Aðalbardaginn á Invicta endaði eftir slæmt augnpot og svo skelfilegt fótbrot í aðalbardaganum í Cage Warriors.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.