0

Bellator: Michael Page sigraði Paul Daley eftir dómaraákvörðun

Bellator 216 fór fram í nótt þar sem þeir Michael Page og Paul Daley mættust í aðalbardaga kvöldsins. Óhætt er að segja að aðalbardaginn hafi ollið vonbrigðum.

Bardagi Michael ‘Venom’ Page og Paul Daley var tvö ár í smíðum og var bardaginn ekki beint biðarinnar virði. Lítið sem ekkert gerðist 1. lotuna en í næstu lotum kom Daley á óvart með því að reyna fellur. Fyrirfram var talið að þessi bardagi myndi eingöngu fara fram standandi en Daley kom inn með óvænta leikáætlun.

Bardaginn var mjög jafn en svo fór að Page sigraði eftir dómaraákvörðun, 48-47, eftir fimm lotur. Það var lítið tilþrif í standandi viðureign en Page náði sigrinum að lokum. Hann er nú kominn í undanúrslit veltivigtarmóts Bellator og mætir Douglas Lima í maí.

Bardagamenn voru hissa á hvernig bardaginn var að spilast og tjáðu skoðun sína á Twitter yfir bardaganum.

Phil Davis

Ben Askren

Tatiana Suarez

Elias Theodorou

Hér að neðan má sjá það helsta frá kvöldinu.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.