Tuesday, June 18, 2024
spot_img
HomeErlentAðalbardaginn á Bellator 215 dæmdur ógildur eftir spark í klofið eftir 15...

Aðalbardaginn á Bellator 215 dæmdur ógildur eftir spark í klofið eftir 15 sekúndur

Aðalbardagi kvöldsins á Bellator 215 í gær entist aðeins í 15 sekúndur. Matt Mitrione sparkaði þá í klof Sergei Kharitonov og gat sá síðarnefndi ekki haldið áfram.

Bellator er með tvö bardagakvöld þessa helgina en það fyrra fór fram í gær. Bardagakvöldið var fínasta skemmtun og mátti sjá flott tilþrif en aðalbardaginn olli töluverðum vonbrigðum.

Mitrione sparkaði þá í klof Kharitonov og gat Kharitonov ekki haldið áfram. Mitrione baðst strax afsökunar á þessu en bardaginn var í kjölfarið dæmdur ógildur (e. no contest). Kharitonov virtist vera sárþjáður en hann var fluttur upp á spítala.

Mitrione baðst aftur innilegrar afsökunar á blaðamannafundinum og vonast eftir að fá annan bardaga sem fyrst.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular