spot_img
Thursday, December 19, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndband: Tito Ortiz tapaði eftir „inverted triangle“ hengingu

Myndband: Tito Ortiz tapaði eftir „inverted triangle“ hengingu

Liam-McGearyBellator 142 fór fram í gær. Í aðalbardaga kvöldsins börðust þeir Tito Ortiz og Liam McGeary þar sem McGeary sigraði eftir „inverted triangle“ hengingu.

Tito Ortiz byrjaði bardagann ágætlega en eftir 4:41 í fyrstu lotu tappaði Ortiz út eftir þetta óvenjulega uppgjafartak. Þetta var fyrsta titilvörn McGeary síðan hann tók léttþungavigtarbeltið af Emmanuel Newton í febrúar.

Sjá einnig: Fedor semur ekki við UFC – Berst á gamlárskvöld í Japan

McGeary er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu og var þetta fimmti sigur hans eftir uppgjafartak í MMA. Hann átti eitt besta uppgjafartak ársins 2014 er hann sigraði Kelly Anundson með sömu hengingu.

McGeary mun næst mæta Phil Davis eftir að sá síðarnefndi sigraði einnar nætur útsláttarkeppnina í gær.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular