Monday, June 17, 2024
spot_img
HomeErlentMyndband: Trylltir Írar brjálast þegar blaðamenn tippa á Nate Diaz

Myndband: Trylltir Írar brjálast þegar blaðamenn tippa á Nate Diaz

Það ríkir svo sannarlega mikil spenna fyrir bardaga Conor McGregor og Nate Diaz í kvöld. Fjölmargir Írar eru í Las Vegas til að styðja sinn mann og var frábær stemning hjá þeim í gær í vigtuninni.

Það var frekar lítið um írska aðdáendur í Las Vegas framan af í vikunni. Conor er duglegur að berjast og það geta ekki allir farið svo oft til Las Vegas. Auk þess fóru margir Írar á Evrópumótið í Frakklandi og á Ólympíuleikana í Ríó. Það var því óttast að afar fáir Írar myndu vera í höllinni í kvöld þegar Conor berst.

Það mátti þó sjá á vigtuninni í gær að fjölmargir Írar eru mættir. Írarnir eru alltaf gríðarlega skemmtilegir og styðja þétt við bakið á Conor McGregor. Þeir voru því ekki sáttir þegar þeir Marc Raimondi og Shaun Al-Shatti tippuðu á að Nate Diaz muni sigra bardagann í kvöld.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular