spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMyndbönd: King Mo með svakalegt rothögg og Kron Gracie með glæsilega hengingu

Myndbönd: King Mo með svakalegt rothögg og Kron Gracie með glæsilega hengingu

Kron Gracie YamamotoÞað mátti sjá mörg glæsileg tilþrif í Rizin FF í morgun. Hér má sjá það King Mo, Kron Gracie og Gabi Garcia berjast sína bardaga í morgun.

Sumir bardagarnir voru mjög flottir á meðan aðrir voru hreint út sagt ekki þeir tæknilegustu.

Muhammad ‘King Mo’ Lawal átti góðan endi á árinu og stóð uppi sem sigurvegari í þungavigtarmóti Rizin. Hann sigraði þrjá bardaga á tveimur dögum og kláraði Jiri Prochazka með þessu glæsilega rothöggi sem sjá má hér.

https://www.youtube.com/watch?v=wAGYmm4gNKM

Það ríkti nokkuð mikil spenna fyrir bardaga Kron Gracie og Erson Yamamoto. Báðir koma þeir úr miklum glímufjölskyldum, Kron auðvitað úr Gracie fjölskyldunni og Yamamoto kemur úr mikill glímufjölskyldu í Japan. Þess má geta að Erson er frændi Kid Yamamoto sem berst í UFC. Þetta var fyrsti bardagi Yamamoto í MMA en óvíst er hversu mikið við munum fá að sjá hann í MMA þar sem hann ætlar að reyna að komast á Ólympíuleikana árið 2020 í ólympískri glímu.

Bardagi þeirra var mjög skemmtilegur glímubardagi.

https://www.youtube.com/watch?v=AqSmPgof_IQ

Bardagarnir hér að ofan eru nokkuð flottir en sama er ekki hægt að segja um bardaga Gabi Garcia og Seini ‘Lei’d Tapa’ Draughn. Þetta var frumraun beggja í MMA og augljóst að tæknin er ekki upp á sitt besta hjá báðum. Þrátt fyrir að Garcia sé tífaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu kaus hún samt að halda bardaganum standandi mest allan tímann.

Hér má sjá þennan áhugaverða bardaga.

https://www.youtube.com/watch?v=vmDPdEd3n8M

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular