Friday, March 29, 2024
HomeForsíða2015: Stærstu fréttir ársins (Innlent)

2015: Stærstu fréttir ársins (Innlent)

Fyrir skömmu fórum við yfir stærstu erlendur fréttir ársins. Í dag ætlum við hins vegar að skoða stærstu innlendu fréttir ársins.

Á þessum síðasta degi ársins förum við yfir fimm stærstu fréttirnar hér heima. Það ætti ekki að koma á óvart að Gunnar Nelson tengist þremur af stærstu innlendu fréttunum.

gunnar james

5. Bandarísk hjón nefndu veikan son sinn í höfuðið á Gunnari Nelson

Gunnar James Kenealy fæddist á þessu ári og var nefndur í höfuðið á Gunnari Nelson. Foreldrarnir höfðu þá séð Gunnar sigra Brandon Thatch og fannst þeim nafnið Gunnar kraftmikið og sterkt. Því miður er Gunnar James veikur en læknarnir vissu ekki hvað amaði að drengnum í sumar. Fréttin vakti mikla athygli hér á landi og greindu allir helstu miðlar landsins frá drengnum eftir að við vöktum fyrst athygli á þessu.

Mjölnir Öskjuhlíð
Mjölnismerkið er komið á Öskjuhlíðina.

4. Mjölnir verður stærsti MMA-klúbbur heims

Í desember tilkynnti Mjölnir að félagið myndi flytja í glæsilegt húsnæði í Öskjuhlíðinni. Í nýja húsnæðinu verða hvorki fleiri né færri en sjö salir og verður þetta sennilega stærsti MMA-klúbbur í heiminum. Framkvæmdir hefjast strax eftir áramót og verður húsnæðið tekið í notkun á vormánuðum.

Gunnar Nelson Demian Maia
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

3. Gunnar tapar fyrir Demian Maia

Þetta er án efa leiðinlegasta frétt ársins en stór engu að síður. Því miður tapaði Gunnar Nelson fyrir Demian Maia á UFC 194 í einhliða bardaga. Gunnar náði ekki að sýna sínar bestu hliðar en mun koma sterkur til baka á næsta ári.

Bjarki Þór Sunna Rannveig

2. Ísland eignast tvo Evrópumeistara

Átta Íslendingar tóku þátt á Evrópumótinu sem fram fór í Birmingham í nóvember. Keppendurnir átta komu öll úr röðum Mjölnis og komu heim með þrenn verðlaun. Þau Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir sigruðu bæði sína flokka og urðu Evrópumeistarar sem er einfaldlega stórkostlegt afrek. Bjarki barðist fimm bardaga á fjórum dögum og Sunna þrjá bardaga á þremur dögum.

gunnar nelson thatch knockdown

1. Gunnar sigrar á einu stærsta bardagakvöldi ársins

UFC 189 var eitt stærsta bardagakvöld ársins. Þar mætti Gunnar hinum hættulega Brandon Thatch og var Thatch talinn eilítið sigurstranglegri hjá veðbönkum. Allir ellefu sigrar Thatch höfðu komið í fyrstu lotu og þar af voru átta eftir rothögg. Gunnar gerði sér lítið fyrir og kýldi sparkboxarann Thatch niður og hengdi svo í gólfinu með glæsibrag. Gunnar fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína en talið er að UFC hafi selt yfir milljón „pay per view“ þetta kvöld og ljóst að margir sáu Gunnar sigra þetta kvöld.

Þar sem þetta er líklegast síðasta grein ársins hjá okkur viljum við nota tækifærið og þakka ykkur fyrir lesturinn þetta árið. Við óskum ykkur gleðilegs árs og sjáumst aftur á næsta ári.

2015: Bestu rothögg ársins

2015: Bardagamaður ársins

2015: Bestu uppgjafartök ársins

2015: Bestu bardagar ársins

2015: Stærstu fréttir ársins (Erlent)

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular