Næsta titilvörn Rose Namajunas verður gegn Jessica Andrade í Brasilíu. Bardaginn verður á UFC 237 í maí og verður sennilega næstsíðasti bardagi kvöldsins.
Rose Namajunas hefur ekki barist síðan hún sigraði Joanna Jedrzejczyk í apríl á síðasta ári. Það var hennar fyrsta titilvörn eftir að hún tók titilinn af þeirri pólsku hálfu ári áður. Namajunas hefur verið að glíma við meiðsli síðan þá en er nú tilbúin til að snúa aftur.
Þá mætir hún þeirri brasilísku Jessica Andrade. Andrade var lengi vel í bantamvigt þar sem hún átti erfitt en hefur átt aftur á móti frábæru gengi að fagna í strávigtinni. Þar er hún 6-1 og var hennar eina tap gegn þáverandi meistara Jedrzejczyk. Andrade hefur unnið þrjá bardaga síðan hún tapaði fyrri titilbardaga sínum en síðast sáum við hana rota Karolinu Kowalkiewicz í fyrstu lotu.
Eins og áður segir fer bardaginn fram í Brasilíu og stefnir UFC á að halda bardagakvöldið á 45.000 manna leikvangi utandyra. Það væri með stærri bardagakvöldum í sögu UFC og má reikna með stórum aðalbardaga á kvöldinu.
Sources say that current plan is to have UFC 237 at a 45,000-seat soccer stadium in Curitiba (first reported by Combate), but the company needs a stacked card for that. Not a done deal yet. https://t.co/k05V5nqPMn
— Guilherme Cruz (@guicruzzz) January 9, 2019
UFC á enn eftir að staðfesta bardagann en bæði ESPN og MMA Fighting hafa staðfest bardagann.