Fluguvigtarmaðurinn Ray Borg átti að mæta Joseph Benavidez á UFC 229 í október eða sama kvöld og Conor McGregor mætir Khabib Nurmagomedov. Ray Borg keppir ekki á kvöldinu mögulega vegna nálgunarbanns.
Conor McGregor gerði allt vitlaust í apríl og réðst á rútu sem innihélt Khabib Nurmagomedov. Conor kastaði trillu í gegnum rúðu rútunnar með þeim afleiðingum að UFC bardagamennirnir Michael Chiesa og Ray Borg fengu glerbrot yfir sig. Chiesa fékk skurð á ennið og Borg fékk glerbrot í augað en hvorugur gat barist þá helgi eins og til stóð.
Réttað var yfir Conor McGregor í júlí og viðurkenndi hann brot sín. Hann slapp við dóm og þarf að greiða sekt en þá ákvað dómarinn einnig að setja nálgunarbann á Conor gagnvart Borg og Chiesa. Eins og áður segir var bardagi Borg og Benavidez bókaður á UFC 229 þann 6. október en nú hefur sá bardagi verið færður.
Bardaginn var færður á UFC bardagakvöldið í Denver þann 10. nóvember og gæti nálgunarbannið spilað inn í þá ákvörðun. Borg sjálfur hafði þó ekkert með nálgunarbannið að segja.
For your curiosity, the restraining ordered had nothing to do with me. It was court ordered I was just as confused as all of you when it was ordered.
— Ray Borg (@tazmexufc) August 8, 2018
Ray Borg ætlaði að láta fella niður nálgunarbannið en það gæti tekið sinn tíma í dómskerfinu.