spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz: Hélt ég hefði unnið

Nate Diaz: Hélt ég hefði unnið

Nate DiazNate Diaz var svekktur eftir bardagann í gær gegn Conor McGregor. Írinn var úrskurðaður sigurvegari eftir fimm harðar lotur.

Diaz var ekki sammála dómaraákvörðuninni og taldi sig hafa unnið bardagann. „Ég hélt að ég hefði unnið bardagann. Allavegna þrjár lotur gegn tveimur. Honum hefði átt að vera refsað fyrir að hlaupa í burtu. Ég hélt ekki í eina sekúndu að ég hefði tapað,“ sagði Nate Diaz við blaðamenn eftir bardagann.

Diaz kvaðst hafa glímt við meiðsli fyrir bardagann sem hafði áhrif á leikáætlun hans í bardaganum. Fjórum vikum fyrir bardagann meiddist hann á hné og gat hann ekkert glímt fram að bardaganum. Tveimur vikum fyrir bardagann meiddist hann á rifbeini og gat hann einungis hlaupið og skuggaboxað síðustu vikurnar fyrir bardagann. „Ég var með plan en þurfti að hætta við planið til að passa upp á meiðslin meiðslin.“

Margir vilja sjá þriðja bardagann á milli Conor og Nate Diaz. Conor er þó ennþá fjaðurvigtarmeistarinn og mun mögulega verja beltið næst. Diaz ætlar hins vegar ekkert að flýta sér að taka annan bardaga gegn einhverjum öðrum. „Ég ætla ekki að gera skít fyrr en við förum í 3. bardagann. Ég veit að hann hugsar mikið um peninga og það væri ekki það besta peningalega séð að taka aðra bardaga en gegn mér. Sjáum hvað gerist.“

Conor McGregor sagði eftir bardagann að næsti bardagi þeirra muni fara fram í léttvigt. Diaz hefur auðvitað ekkert á móti því. „Ég er búinn að vera í léttvigt allan tímann. Ég er til í léttvigtarbardaga og fá mynd af mér með sixpack.“

Nate Diaz fékk að minnsta kosti 2 milljónir dollara fyrir bardagann og hefur hann aldrei fengið jafn vel borgað fyrir bardaga. „Það er samt ekki nóg. Það verður aldrei nóg, sjáið andlitið á mér. Ég er samt í lagi.“

Þeir Diaz og Conor féllust í faðma eftir bardagann og skiljast sáttir. „Við erum góðir. Þangað til næst er allt í góðu. Við erum sáttir.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular