spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNate Diaz mætir Anthony Pettis í ágúst

Nate Diaz mætir Anthony Pettis í ágúst

Nate Diaz virðist vera á leið aftur í búrið í ágúst. Diaz mætir Anthony Pettis í veltivigt á UFC 241.

Nate Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2016. Ef marka má ESPN og færslu Dana White á Instagram þá hefur Diaz samþykkt að mæta Pettis.

Diaz átti að mæta Dustin Poirier í nóvember í fyrra en þegar Poirier meiddist vildi Diaz ekki fá annan andstæðing. Fjarvera Diaz hefur því verið ansi löng en Diaz bræðurnir njóta enn mikilla vinsælda.

Báðir hafa lengst af barist í léttvigt en bardaginn fer fram í veltivigt. Pettis náði óvæntum sigri á Stephen Thompson fyrr á árinu og var það hans fyrsti bardagi í veltivigtinni.

UFC 241 fer fram þann 17. ágúst en titilbardagi Daniel Cormier og Stipe Miocic hefur þegar verið tilkynntur á kvöldið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular