Nate Diaz virðist vera á leið aftur í búrið í ágúst. Diaz mætir Anthony Pettis í veltivigt á UFC 241.
Nate Diaz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor í ágúst 2016. Ef marka má ESPN og færslu Dana White á Instagram þá hefur Diaz samþykkt að mæta Pettis.
Diaz átti að mæta Dustin Poirier í nóvember í fyrra en þegar Poirier meiddist vildi Diaz ekki fá annan andstæðing. Fjarvera Diaz hefur því verið ansi löng en Diaz bræðurnir njóta enn mikilla vinsælda.
Báðir hafa lengst af barist í léttvigt en bardaginn fer fram í veltivigt. Pettis náði óvæntum sigri á Stephen Thompson fyrr á árinu og var það hans fyrsti bardagi í veltivigtinni.
UFC 241 fer fram þann 17. ágúst en titilbardagi Daniel Cormier og Stipe Miocic hefur þegar verið tilkynntur á kvöldið.