spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNiðurskurður UFC heldur áfram - 17 leystir undan samningi

Niðurskurður UFC heldur áfram – 17 leystir undan samningi

palelei
Soa Palelei hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna.

Sá orðrómur um að UFC ætli að losa sig við 50 bardagamenn gæti verið á rökum reistur. Um helgina voru sex bardagamenn leystir undan samningi og nú hafa 17 bæst við þann hóp.

Af þeim 17 sem voru leystir undan samningi voru flestir tiltölulega óþekktir og ætti brottreksturinn ekki að koma mörgum á óvart. Þekktustu nöfnin eru sennilega Amir Sadollah, T.J. Waldburger og Soa Palelei. Sadollah hefur ekkert barist síðan í september 2014 en það var fyrsti bardagi hans eftir tveggja ára fjarveru. Hann tapaði þremur af síðustu fjórum bardögum sínum og barðist afskaplega sjaldan. Það sama má segja um Waldburger. Hann hefur ekkert barist síðan í febrúar 2014 og tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum.

Það kemur óvart að sjá nafn Soa Palelei á listanum. Hann var hins vegar ekki rekinn heldur ákvað hann að hætta. Þessi 38 ára þungavigtarmaður var rotaður af Antonio Silva í sínum síðasta bardaga. Listann í heild sinni má sjá hér að neðan en í sviga fyrir aftan nöfn þeirra er bardagaskor þeirra í UFC.

Ivan Jorge (2-2)
Francisco Trevino (1-2)
Pawel Pawlak (1-2)
Hernani Perpetuo (0-2)
Vagner Rocha (1-3)
David Michaud (1-2)
Naoyuki Kotani (0-5*)
Amir Sadollah (6-5)
Luke Zachrich (1-2)
Soa Palelei (4-3**)
T.J. Waldburger (4-4)
William Macario (1-3)
Leonardo Mafra (1-3***)
Ron Stallings (1-2)
Roger Zapata (0-1)
Joe Merritt (0-1)
Lewis Gonzalez (0-1)

*Naoyuki Kotani tapað fyrst tveimur bardögum í UFC árið 2007, vann sig svo aftur upp í UFC sjö árum síðar þar sem hann tapaði þremur bardögum.
**Soa Palelei tapaði einum bardaga árið 2007, kom svo aftur í UFC 2013 þar sem hann sigraði fjóra og tapaði tveimur.
***Mafra tapaði einum bardaga 2012, var látinn fara og kom svo aftur 2014 þar sem hann vann einn og tapaði tveimur.

Auk ofangreindra manna voru þeir Eddie Gordon (1-3 í UFC), Marcus Brimage (4-4), Matt Van Buren (0-2), Roger Narvaez (1-2), Chris Clements (2-2 (1)) og Christos Giagos (1-2) leystir undan samningi.

Það má reikna með að fleiri bætist í hópinn á næstu dögum. Þeir bardagamenn sem eru ekki með gott bardagaskor í UFC gætu átt von á slæmum fréttum á næstu dögum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular