spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 236

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 236

UFC 236 fer fram um helgina í Atlanta. Í fjarveru meistaranna í léttvigt og millivigt fáum við tvo mjög spennandi bráðabirgðatitilbardaga.

Max reynir við léttvigt

Um árabil hefur Max Holloway hálfpartinn átt fjaðurvigtina með mögnuðum sigrum. Max er nánast búinn að hreinsa út þann þyngdarflokk með 13 sigrum í röð og gerir nú innrás í léttvigt þar sem nóg er af ferskum hákörlum. Fyrsta verkefnið er Dustin Poirier sem sigraði Holloway árið 2012 í fyrsta bardaga hans í UFC. Nú getur Holloway slegið tvær flugur í einu höggi – hefnt fyrir tapið og stimplað sig rækilega inn í léttvigt.

Upprisa stjörnu eða blákaldur veruleikinn

Israel Adesanya gæti orðið næsti Anderson Silva, Jon Jones eða eitthvað enn stærra. Hann gæti líka orðið næsti Uriah Hall. UFC krossleggur nú fingur og vonar að það besta en það sem stendur í vegi er grjótharður kubbur sem getur reynst þrándur í götu Adesanya. Kelvin Gastelum hefur alltaf komið á óvart. Hann var valinn síðastur í liðið í The Ultimate Fighter en vann samt. Hann hefur sigrað menn á borð við Johny Hendricks, Tim Kennedy, Michael Bisping og ‘Jacare’ Souza en samt er hann vanmetinn. Kannski breytist það á laugardagskvöldið.

Nikita Krylov

Lísa í undra-léttþungavigt

Bardagi Ovince Saint Preux og Nikita Krylov virðist handahófskenndur og bardagar beggja eru oft á tíðum tilviljanakenndir og dularfullir. Þeir mættust áður fyrir fimm árum þar sem OSP galdraði fram sitt uppáhalds uppgjafartak, Von Flue takið. OSP sigrar og tapar í bland og Krylov virðist alltaf á barmi sigurs í bardaga sem gæti endað með tapi. Hvað er að fara gerast? Það er bara ómögulegt að segja.

Ekki gleyma

Bestu bardagar þessa kvölds eru klárlega síðustu tveir en það eru áhugaverð nöfn hér og þar. Fyrrum andstæðingur Gunnars Nelson, Alan Jouban, mætir til leiks en hann mætir Dwight Grant. Svo munu Eryk Anders og Khalil Rountree jr. fara í rotkeppni sem gæti verið skemmtilegt. Max Griffin mun reyna að minna á sig og Curtis Millender reynir að bæta fyrir tapið í mars. Svo má ekki gleyma þeim minnstu en Wilson Reis mætir Alexandre Pantoja í mikilvægri stöðubaráttu í fluguvigt. Þetta ætti að verða hið ágætasta kvöld.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 22:15 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular