spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 36: Machida vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night 36: Machida vs. Mousasi

UFC36Zuffa-750x400

Annað kvöld fer fram UFC Fight Night 36: Machida vs. Mousasi í Jaragúa do Sul í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mætast tveir af tæknilega bestu sparkboxurunum í MMA í dag. Jacare mætir einnig á svæðið en hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að horfa á bardagana.

  • Springur Mousasi loksins út? Gegard Mousasi og Lyoto Machida mætast í aðal bardaga kvöldsins. Þarna eru tveir af tæknilegustu sparkboxurunum í MMA í dag. Mousasi er fyrrum Strikeforce meistarinn í léttþungavigt og berst í fyrsta sinn í millivigtinni síðan 2008. Mousasi er að margra mati einn af vanmetnustu bardagamönnum heims í dag og eru margir að bíða eftir því að hann springi út og hyrði UFC titil. Hann er eins og áður segir frábær sparkboxari en aðlagar stílinn sinn að hverjum andstæðingi fyrir sig. Gegn Ilir Latifi var hann hokinn og notaði stunguna mikið en gegn Rameau Sokoudjou var hann með þungan á aftari fætinum og með hendurnar neðarlega. Það verður gaman að sjá hvernig hann kemur til leiks annað kvöld en hann er virkilega klár sparkboxari. Mousasi æfði lengi vel einn í bílskúr með bróðir sínum og vann titilinn í Strikeforce þannig. Eftir að hafa tapað titilinum þar setti hann meiri alvöru í ferilinn. Er hans tími kominn?
  • Lyoto Machida fær titilbardaga með sigri: Machida berst nú annað sinn í millivigtinni en síðast rotaði hann Mark Munoz með glæsilegu haussparki í fyrstu lotu. Machida hefur ávallt legið til baka og sótt með gagnárásum þegar andstæðingurinn er orðinn pirraður og þreyttur en gegn Munoz var hann mun árásargjarnari en áður. Ef hann heldur því plani áfram gætum við fengið að sjá rosalegan bardaga! Sigri hann þennan bardaga mætir hann líklegast sigurvegaranum í bardaga Weidman og Belfort. Þetta er bardagi sem enginn bardagaaðdáandi vill missa af!
  • Stöðvar Jacare sigurgöngu Carmont? Francis Carmont hefur sigrað 11 bardaga í röð og er ósigraður í UFC. Síðustu þrír bardagar með honum hafa þó verið gríðarlega óspennandi hjá honum og því vonast margir eftir sigri Jacare. Jacare er talinn sigurstranglegri en hann er einn af allra bestu glímumönnum heims og gætum við fengið að sjá glæsilegt uppgjafartak frá fyrrum ADCC meistaranum. Jacare er reyndar orðinn skuggalegur í boxinu og rotaði Yushin Okami síðast með öflugum hægri krók.
  • Skemmtilegasti Brassinn í UFC berst: Erick Silva er alltaf í skemmtilegum bardögum! Allir sex UFC bardagar hans hafi verið frábær skemmtun og mun bardaginn annað kvöld án nokkurs vafa vera skemmtilegur. Silva er hrikalega öflugur sparkboxari en einnig stórhættulegur í gólfinu þar sem níu af 15 sigrum hans hafa komið eftir uppgjafartak. Hann mætir Japananum Takenori Sato sem við fyrstu sýn virðist vera með slæmt bardagaskor (17-8-7) en hafa ber í huga að hann hefur ekki tapað í tíu bardögum í röð og átti svolítið erfiða byrjun á sínum MMA ferli þar sem hann var með bardagaskorið 9-8-5 á einum tímapunkti.
  • Þið verðið að sjá Albert Tumenov: Þetta er 21 árs Rússi sem hefur verið lýst sem “striking phenom”! Rússneski veltivigtarmaðurinn hefur sigrað síðustu sex bardaga með rothöggi og verður afar forvitnilegt að sjá hvernig honum mun vegna í UFC. Tumenov mætir Ildemar Alcantara í öðrum bardaga kvöldsins. Hér að neðan má sjá nokkur tilþrif með Tumenov.

Heilt yfir verða þarna mjög forvitnilegir bardagar sem munu hafa mikil áhrif á millivigtina í UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES
spot_img
spot_img

Most Popular