spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Maia vs. Usman

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Maia vs. Usman

UFC heldur um helgina lítið bardagakvöld í Síle í fyrsta sinn. Aðalbardagi kvöldsins átti upphaflega að vera Santiago Ponzinibbio gegn Kamaru Usman en Ponzinn meiddist og Demian Maia berst í hans stað. En af hverju ætti einhver að horfa á þetta kvöld?

Mikilvægur bardagi í veltivigt

Veltivigt er hákarlabúr eins og MMA aðdáendur þekkja. Á næstunni verður talsverð uppstokkun en Stephen Thompson (nr. 1) mun berjast við Darren Till (nr. 8), Rafael dos Anjos (nr. 2) mætir Colby Covington (nr. 3) og á laugadagskvöldið mætir Demian Maia (nr. 5) Kamaru Usman (nr. 7). Maia hefur nýlega barist um titilinn svo spurningin núna er hvort Usman nái að varpa sér upp í topp 5 í þyngdarflokknum eða hvort Maia nái að verja sína stöðu og sigra hann. Búast má við góðri glímu þar sem ólympísk glíma mætir brasilísku jiu-jitsu sem er alltaf áhugavert.

Annar áhugaverður bardagi í veltivigt

Fyrsti bardaginn á aðalhluta kvöldsins verður Vicente Luque gegn Chad Laprise. Báðir eru hæfaleikaríkir, banhungraðir og þrá að klifra upp stigann í veltivigt í átt að nöfnunum sem nefnd voru hér að ofan. Luque er 5-2 í veltivigtinni og hefur hann klárað alla sigrana sína á meðan Laprise er 6-2 í UFC með þrjá sigra í röð – allt eftir rothögg. Þetta er spennandi bardagi og mun mögulega varpa sigurvegaranum upp í topp 15 á styrkleikalista UFC.

Tilþrif í bantamvigt

Þeir Guido Cannetti og Diego Rivas eru kannski ekki þekktustu bardagamennirnir í UFC en þeir eiga það þó sameiginlegt að klára bardaga sína. Af samanlagt 18 bardögum þeirra hafa aðeins fjórir farið allar loturnar og þetta bardagi sem er líklegur til að vera tilþrifamikill.

Líklegur framtíðar áskorandi í fluguvigt

Andrea ‘KGB’ Lee berst sinn fyrsta bardaga í UFC á morgun. Lee hefur lengi verið á ratsjá UFC en Lee ekki viljað létta sig fyrir 115 punda strávigt. Nú þegar fluguvigtin hefur verið opnuð var UFC ekki lengi að semja við hana. Lee er 8-2 og gæti verið líklegur áskorandi í nýstofnaðri fluguvigt kvenna. Andstæðingur hennar, Veronica Macedo, er þó ekkert lamb til að leika sér við og gæti þessi bardagi orðið þrælskemmtilegur.

Stjarna á uppleið

Þetta kvöld varpar UFC sviðsljósinu á mögulega framtíðar stjörnu, Alexa Grasso frá Mexíkó. Grasso er 24 ára og mjög hæfileikarík. Hún á fjóra sigra í Invicta og tvo í UFC. Hún tapaði á móti Felice Herrig sem var einfaldlega of reynd fyrir hana þegar þær mættust en hennar síðasti sigur var reyndar á tæpasta vaði þegar hún vann Randa Markos eftir klofna dómaraákvörðun. Nú mætir Grasso 27 ára bandarískri stúlku sem er ósigruð, þó í aðeins fimm bardögum, en hún vann 23. seríu The Ultimate Fighter í fyrra. Þessi ætti að verða skemmtilegur.

Fleiri góðir

Það eru nokkrir kunnuglegir bardagakappar hér og þar á þessu kvöldi. Zak Cummings mætir brasilíska kubbnum Michel Prazeres í áhugaverðum bardaga. Gleymdi maðurinn í léttþungavigt, Jared Cannonier, mætir 28 ára ósigruðum rotara, Dominick Reyes. Skemmtilegi Mexíkaninn Brandon Moreno, sem átti að berjast við Ray Borg, mætir þess í stað Alexandre Pantoja sem er mjög hættulegur en lítið þekktur. Eitthvað fyrir alla.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular