spot_img
Wednesday, January 1, 2025
Minigarðurinnspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Silva vs. Bisping

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Silva vs. Bisping

UFC-LondonÍ kvöld fer fram ansi skemmtilegt bardagakvöld í London. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Anderson Silva og Michael Bisping en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í kvöld.

  • Anderson Silva snýr aftur..aftur: Anderson Silva fótbrotnaði og snéri aftur gegn Nick Diaz. Hann fékk svo eins árs bann og snýr núna aftur í annað sinn. Það verður svo sannarlega áhugavert að sjá hinn fertuga Anderson Silva í búrinu á ný. Er nóg eftir á tankinum eða verður þetta einn af síðustu bardögum hans á ferlinum?
  • Bisping tapar ekki á heimavelli: Bretinn Michael Bisping hefur aldrei tapað þegar hann berst í heimalandinu. Takist honum að sigra Silva í London verður það stærsti sigur ferilsins.
  • Stærsta vonarstjarna Englands: Tom Breese er næsta vonarstjarna Englands í MMA. Hann er 2-0 í UFC, æfir hjá Tristar í Kanada og hefur litið hrikalega vel út í bardögum sínum í UFC. Í kvöld mætir hann Keita Nakamura en Breese hefur klárað báða bardaga sína í UFC með tæknilegu rothöggi í 1. lotu. Það verður spennandi að sjá Breese taka næstu skref í kvöld en allir sem æfa með honum segja hann vera hrikalega færan bardagamann.
  • Líkur á rothöggi: Þeir Francisco Rivera og Brad Pickett mætast í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins. Pickett hefur tapað þremur í röð og verður hreinlega að vinna í kvöld. Bæði Pickett og Rivera eru höggþungir og skemmtilegir bardagamenn og gæti þessi bardagi orðið algjör veisla.
  • Frábær tímasetning: Þar sem bardagarnir fara fram í London þurfa evrópskir bardagaaðdáendur ekki að vaka til morguns til að sjá bardagana líkt og venjulega. Fyrsti bardaginn hefst kl 17:45 á íslenskum tíma en aðalhluti bardagakvöldsins kl 21 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
  • Nóg af skemmtilegum nöfnum: Auk fyrrgreindra bardagamanna má sjá áhugaverða bardaga eins og Gegard Mousasi gegn Thales Leites og Makwan Amirkhani gegn Mike Wilkinson. Þá má ekki gleyma „suplex“ vélinni Rustam Khabilov sem mætir Norman Parke.
52rustam-khabilov-vs-vinc-pichel-720p-hd-3-german-suplexes-copy-2
Khabilov með suplex

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular