spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Volkan vs. Smith

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Volkan vs. Smith

Eftir tvær fríhelgar í röð er UFC aftur á dagskrá í kvöld. UFC heldur þá til Kanada þar sem þeir Volkan Oezdemir og Anthony Smith mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

Góðar líkur á rothöggi

Það má segja að það séu ansi góðar líkur á rothöggi í bardaga Volkan Oezdemir og Anthony Smith. Samanlagt eru þeir með 28 rothögg á ferilskránni og þykir ekki leiðinlegt að skiptast á höggum. Báðir eiga þeir líka nokkra sigra í UFC á mjög skömmum tíma og eru því allar líkur á skemmtilegum (en kannski stuttum) bardaga í kvöld.

Geitin

Bardagaaðdáendur elska að gera grín að Artem Lobov og er hann stundum kallaður geitin (GOAT, greatest of all time). Hann er þó með bakið upp við vegg núna enda 2-4 á ferli sínum í UFC og fær erfiðan bardaga gegn Michael Johnson í kvöld. Johnson náði ekki vigt í gær en hann tók bardagann með tveggja vikna fyrirvara og hefði Lobov átt að fá 20% launa Johnson fyrir vikið. Lobov afþakkaði það hins vegar enda vissi hann að Johnson tók bardagann með skömmum fyrirvara og var honum þakklátur fyrir það. Lobov er samt alltaf í skemmtilegum bardögum og Johnson hefur oft sýnt skemmtilega takta.

Nær Cirkunov að rétta úr kútnum?

Misha Cirkunov byrjaði afar vel á ferli sínum í UFC og var honum spáð mikilli velgengni í léttþungavigtinni. Cirkunov hefur hins vegar tapað tvisvar í röð núna og þarf að ná sigri í kvöld til að rétta úr kútnum. Cirkunov mætir Patrick Cummins í kvöld og þarf að minna aðdáaendur á hvers vegna svo mikil spenna var fyrir honum á sínum tíma.

Síðasti séns

Það má segja að Andre Soukhamthath sé á síðasta séns. Andre er bara 1-3 á ferli sínum í UFC og vakti athygli í sínum síðasta bardaga fyrir skelfilega ákvörðunartöku. Þá var andstæðingur hans, Sean O’Malley, nánast einfættur í 3. lotu en Andre tók þá ákvörðun að reyna endalaust að taka hann niður í stað þess að reyna að neyða O’Malley til að standa. Andre var harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðuna og mun að öllum líkindum missa starfið tapi hann fyrir Jonathan Martinez í kvöld.

Spennandi viðbót við léttvigtina

Te’Jovan Edwards er 6-1 á MMA ferlinum og hefur klárað alla 6 sigra sína með rothöggi. Hann berst sinn fyrsta bardaga í UFC í kvöld þegar hann tekst á við Don Madge. Madge er líkt og Edwards mikið fyrir að klára bardaga sína og ætti þetta að verða skemmtilegur bardagi. Edwards var líka framúrskarandi glímumaður í bandarísku háskólaglímunni og gæti þetta verið nafn til að fylgjast með í framtíðinni.

Fyrsti bardagi kvöldsins byrjar kl. 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Fight Pass.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular