spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Poirier vs. Gaethje

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on FOX: Poirier vs. Gaethje

UFC er með geggjað bardagakvöld í Glendale, Arizona í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins er frábær en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana í kvöld.

Besti bardagi ársins?

Þeir Justin Gaethje og Dustin Poirier mætast í sturluðum bardaga í kvöld. Það er nánast ómögulegt að bardagi þeirra verði leiðinlegur í kvöld enda báðir feikilega skemmtilegir bardagamenn sem gefa ekkert eftir. Þetta gæti orðið einn besti bardagi ársins og eitthvað sem þú mátt alls ekki missa af!

Er Carlos Condit alveg búinn?

Carlos Condit mætir Alex ‘Cowboy’ Oliveira í næstsíðasta bardaga kvöldisns. Condit var slappur og ryðgaður í sínum síðasta bardaga og spurning hvort hann mæti beittari til leiks í kvöld. Alex Oliveira er hættulegur andstæðingur og þarf Condit að rifja upp gamla og góða takta til að ná sigri í kvöld. Þetta gæti orðið skemmtilegur bardagi og verður áhugavert að sjá hvort eitthvað sé eftir á tankinum hjá Condit.

Næsta stjarna í millivigtinni?

Israel Adesanya er bardagamaður sem margir eru spenntir fyrir. Þessi 28 ára Nígeríumaður er með 57 bardaga í sparkboxi og gerði það gott í Glory. Hann hefur nú snúið sér að MMA og hefur unnið alla 12 MMA bardaga sína með rothöggi. Í frumraun hans í UFC kláraði hann Rob Wilkinson með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Marvin Vettori er andstæðingur hans í kvöld en hann er sýnd veiði en ekki gefin. Vettori bað um þennan bardaga og spurning hvort hann geti hægt á upprisu Adesanya í UFC.

Ekki gleyma:

Auk fyrrnefndra bardaga eru nokkrir áhugaverðir bardagar á dagskrá. Wilson Reis tekur á móti John Moraga í fluguvigt og þá gæti bardagi Alejandro Perez og Matthew Lopez orðið skemmtilegur. Muslim Salikhov átti ekki sína bestu frammistöðu í frumraun sinni í UFC en spurning hvort hann nái að rétta úr kútnum gegn Ricky Rainey í kvöld. Svo má auðvitað ekki gleyma Michelle ‘The Karate Hottie’ Waterson en hún mætir Courtney Casey og gæti það orðið skemmtileg viðureign.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular