Saturday, May 18, 2024
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Till vs Masvidal

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Till vs Masvidal

Um helgina er loksins komið af bardagakvöldinu sem íslenskir MMA aðdáendur hafa beðið eftir. Þið þurfið bara eina ástæðu til horfa og það er Gunnar Nelson en förum samt í gegnum þetta.

Ögurstund hjá Gunnari

Gunnar Nelson er þrítugur og gæti þar með verið að ná sínu líkamlega hámarki en það er oft talað um að bestu ár bardagamanns séu á milli 28 og 32 ára. Draumurinn hefur alltaf verið titill en hingað til hafa bakslög í stórum bardögum hamlað þá för. Nú er Gunnar í fantaformi, með góðan sigur í síðasta bardaga og með stóran andstæðing fyrir framan sig. Sigri hann Leon Edwards í London um helgina ætti það að þýða stórt tækifæri í næsta bardaga og hækkun upp í topp tíu á styrkleikalista UFC. Með öðrum orðum er járnið heitt og nú er bara að hamra það!

Darren Till

Darren Till á krossgötum

Fyrir skömmu var Darren Till hampað eins og verðandi stórstjörnu. Eftir frekar fáa bardaga í UFC og mjög tæpan sigur gegn Stephen Thompson var honum skotið upp í titilbardaga, sennilega of snemma. Till tapaði illa og snýr nú aftur í aðalbardaga í sínu heimalandi. Það er því mikil pressa á Till og þessi bardagi gegn hinum stórhættulega og reynslumikla Jorge Masvidal ætti að segja okkur mikið um getu hans og stöðu í þyngdarflokknum.

Hver er næstur fyrir Jon Jones?

Nú þegar Jon Jones er aftur farinn að verja beltið í léttþungavigt keppast hinir um að komast fremst í röðina og spreyta sig gegn þeim besta. Næstur í röðinni er sennilega Thiago Santos en á eftir honum er sigurvegarinn af bardaga helgarinnar á milli Volkan Oezdemir og Dominick Reyes nokkuð líklegur kandídat. Fyrir allt það er þessi bardagi þrælspennandi. Báðir eru árásargjarnir og hættulegir. Báðir geta rotað en spurningin er hvort að hinn ósigraði Reyes næli sér í risastóran sigur eða hvort Oezdemir minni hressilega á sig.

Gullmolar

Það eru nokkrir spennandi gullmolar hér og þar um kvöldið. Bardagi Marc Diakiese og Joseph Duffy er mjög spennandi og líklegur til að skila rothöggi. Íslandsvinurinn og Sighvats fórnarlambið Tom Breese er líka að berjast þetta kvöld. Svo má nefna áhugaverðan bardaga í veltivigt á milli Danny Roberts og Cláudio Silva en sigurvegarinn þar gæti farið að troða sér upp í topp 15.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl. 17:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 20:00 og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular