spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 202

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 202

nate diaz

UFC 202 er að fara að hellast yfir okkur eins og köld vatnsgusa. MMA aðdáendur hafa talið niður dagana og nú er stóra stundin loksins að renna upp.

Fyrsti bardaginn á milli Conor McGregor og Nate Diaz var í raun redding með 11 daga fyrirvara þegar Rafael dos Anjos meiddist. Það var vitað að Diaz væri hættulegur en fáir spáðu honum sigri. Það var ekki nóg með að Diaz sigraði heldur lét hann Írann stolta gefast upp.

Sennilega hefði McGregor átt að snúa aftur niður í fjaðurvigt og verja beltið sitt en hann tók það ekki mál. Þess í stað brást hann við eins og sært ljón (eða spilltur krakki) og heimtaði annað tækifæri gegn Diaz. Hvort það hafi verið góð hugmynd eða ekki kemur í ljós í kvöld.

  • Hvernig fer bardaginn? Eitt af því sem er áhugavert við þennan bardaga er að báðir ættu að vera betri en síðast. Nate kemur ekki inn með stuttum fyrirvara eins og síðast og Conor hefur fengið langan tíma til að búa sig sérstaklega undir bardaga gegn Diaz. Báðir geta aðlagað bardagaáætlun sína byggt á fyrri reynslu og sálfræðileg áhrif af tapi/sigri ættu að hafa mikil áhrif á andlegt ástand beggja manna. Þetta er hrikalega heillandi viðureign sem enginn má missa af.

McGregor-loading-up-Diaz

  • Hver fær titilbardaga í léttþungavigt? Sigurvegarinn í bardaga Glover Teixeira og Anthony Johnson fær af öllum líkindum næsta titilbardaga gegn Daniel Cormier. Það sem gæti helst komið í veg fyrir það er endurkoma Jon Jones en hans framtíð er óljós þessa stundina. Teixeira og ‘Rumble’ Johnson er ekki bara mikilvægur bardagi heldur ætti hann að verða stórskemmtilegur þar sem báðir eru granítharðir rotarar.
  • Tveir spennandi bardagar í þyngdarflokki Gunnars Nelson: Þetta kvöld verða tveir bardagar í veltivigt. Fyrst verður það bardagi Neil Magny og Lorenz Larkin snemma um kvöldið og svo mætast Rick Story og kúrekinn sjálfur, Donald Cerrone. Báðir bardagar ættu að vera líflegir og úrslitin munu hrista aðeins upp í styrkleikalistanum í veltivigt.

donald cerrone jury

  • Stjarna á uppleið: Cody Garbrandt er á hraðri uppleið í bantamvigt. Hann er aðeins nýlega kominn í upp í topp tíu í þyngdarflokknum en er strax farinn að rífast við meistarann, Dominick Cruz. Það kæmi ekki á óvart ef Garbrandt myndi kjafta sig upp listann og beint í titilbardaga en fyrst þarf hann að sigra Takeya Mizugaki. Japaninn Mizugaki er þaulreyndur og hefur eflaust aðrar hugmyndir. Þessi bardagi ætti því að verða spennandi.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 og verður í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular