spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 207

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 207

UFC 207 fer fram í kvöld í Las Vegas í Bandaríkjunum. Amanda Nunes mun verja beltið sitt í fyrsta sinn en þá mætir hún goðsögninni Rondu Rousey. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC 207.

  • Síðasti bardagi Rondu Rousey? Ronda Rousey snýr aftur í kvöld og mun freista þess að ná beltinu sínu aftur. Ronda hefur gefið það út að þetta verði einn af hennar síðustu bardögum á ferlinum og velta því margir fyrir sér hvort að Ronda hreinlega hætti eftir kvöldið og þá sérstaklega ef hún tapar. Það er alltaf stórviðburður þegar Ronda berst og máttu hreinlega ekki missa af bardaga hennar gegn Amöndu Nunes.
  • Tekur Cruz hinn óreynda Garbrandt í kennslustund? Dominick Cruz hefur skólað Cody Garbrandt í öllum viðtölum fyrir bardagann og látið Garbrandt líta ansi illa út. Cruz hefur marga fjöruna sopið á meðan Garbrandt er rétt að byrja feril sinn í UFC. Meistarinn Cruz er sigurstranglegri hjá veðbönkum en mun Cruz skóla hann líka til í búrinu?
  • Loksins fáum við að sjá Dong Hyun Kim: Kóreumaðurinn Dong Hyun Kim hefur ekki átt sitt besta ár í UFC. Hann átti að berjast á UFC 202 í ágúst en meiddist og gat ekki barist. Hann átti auðvitað að mæta Gunnari Nelson í nóvember í Belfast en Gunnar meiddist og fékk Kim því nýjan bardaga síðar á árinu. Hann fær nú loks tækifæri að berjast og það á næstsíðasta degi ársins. Kim hefur ekkert barist síðan í nóvember 2015 en þá fór hann létt með Dominic Waters sem kom inn með skömmum fyrirvara. Loksins fær Kim að berjast gegn alvöru andstæðingi en hann mætir Tarec Saffiedine.
  • Hættir Johny Hendricks? Líkt og Ronda Rousey eru líkur á því að fyrrum veltivigtarmeistarinn Johny Hendricks hætti tapi hann í kvöld. Hendricks mætir Neil Magny en Hendricks náði ekki vigt í gær í hundraðasta sinn í UFC. Hendricks hefur ekki litið vel út að undanförnu og telja margir að hann leggi hanskana á hilluna tapi hann í kvöld.
  • Kemst Brandon Thatch aftur á sigurbraut? Brandon Thatch var einn sá efnilegasti í veltivigt UFC um tíma. Hann vann fyrstu tvo bardaga sína með miklum yfirburðum en hefur síðan þá tapað þremur bardögum í röð (þar á meðal gegn Gunnari). Thatch mætir nýliðanum Niko Price og verður að vinna ætli hann sér að halda starfinu í UFC.
  • Síðasta UFC bardagakvöld ársins: UFC 207 er síðasta UFC kvöld ársins og stefnir í ansi gott kvöld. Hvað er betra en að klára frábært bardagaár með góðu UFC kvöldi á næstsíðasta degi ársins.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 0:30 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular