spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 213

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 213

UFC 213 er fyrsta risakvöld mánaðarins. Það er einn titill og annar bráðabirgðartitill í húfi sem þýðir tveir fimm lotu bardagar. Bardagarnir lofa allir mjög góðu, vindum okkur í þetta.

Tvær bestu í bantamvigt kvenna

Aðalbardagi kvöldsins er á milli Amanda Nunes og Valentinu Shevchenko. Báðar hafa sannað sig í UFC og það er ljóst að þær tvær eru þær bestu í þyngdarflokknum um þessar mundir. Nunes er eins og leigumorðingi með nákvæmar bombur sem meiða úr mikilli fjarlægð. Shevchenko er nær því að vera skurðlæknir með hárnákvæma tækni sem nýtir sér veikleika andstæðingsins á meðan Nunes er stærri, höggþyngri og setur allt í höggin sín sem hitta ekki endilega alltaf. Fyrsti bardaginn var jafn svo þetta ætti að verða mjög spennandi.

Bráðabirgða eða kannski alvöru titillinn í millivigt?

Michael Bisping er meistarinn í millivigt. Hann tók beltið af Luke Rockhold fyrir ári síðan en hefur síðan þá ekki haft mikinn áhuga á að verja beltið gegn þeim allra bestu í þyngdarflokknum. Þessi bardagi á milli Yoel Romero og Robert Whittaker er því í margra augum bardagi á milli þeirra bestu og um alvöru beltið. Burtséð frá því er þetta geðsjúkur bardagi á milli manna með ólíka stíla og yfirburðagetu. Við getum ekki beðið eftir þessum.

Þungavigtin!

Þeir sem vilja sjá stóru mennina varpa sprengjum og höggva mann og annnan ættu að verða mjög ánægðir með þetta kvöld. Við fáum þrjá bardaga í þungavigt svo búast má við einhverjum rothöggum. Fyrst berst Travis Browne við Oleksiy Oliynyk í bardaga sem Browne einfaldlega verður að vinna. Næst er það Fabricio Werdum og Alistair Overeem sem mætast í þriðja sinn í mjög mikilvægum bardaga. Að lokum er það hinn efnilegi Curtis Blaydes sem reynir að koma sér í topp 15 með sigri gegn Daniel Omielanczuk. Þessi nöfn eru ekki alltaf auðveld en bardagarnir ættu að verða skemmtilegir.

Anthony Pettis á endastöð?

Í áslok 2014 var Anthony Pettis meistarinn í léttvigt og á leiðinni að verða súperstjarna. Í dag hefur hann tapað fjórum af síðustu fimm bardögum og er ekki einu sinni í topp 15 á styrkleikalista UFC. Tapi hann þessum bardaga núna um helgina gegn Jim Miller er mögulegt að hann sé hreinlega búinn að vera aðeins 30 ára gamall.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 22:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular