spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC 216

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC 216

UFC 216 fer fram á laugardagskvöldið í T-Mobile Arena í Las Vegas. Bardagakvöldið ætti að verða mjög spennandi en förum yfir það helsta sem er í boði.

Hver fær stóra bardagann?

Í fjarveru Conor McGregor var ákveðið að búa til bráðabirgðarbelti í léttvigt sem Tony Ferguson og Kevin Lee berjast um á laugardagskvöldið. Sigurvegari bardagans ætti að fá bardaga við Írann vinsæla en það er þó alls ekki í hendi. Engu að síður er mjög mikið í húfi sem gerir bardagann þeim mun meira spennandi. Fyrir utan allt það er bardaginn sjálfur heillandi. Báðir þessir bardagamenn hafa litið frábærlega út í hákarlalauginni sem kallast léttvigt. Ekki missa af þessum. Nær Tony Ferguson tíunda sigrinum í röð?

Söguleg titilvörn

Anderson Silva varði titil sinn í millivigt tíu sinnum, sælla minninga. Demetrious Johnson hefur þegar jafnað það met en hefur nú tækifæri til að bæta það. Johnon virðist vera hinn fullkomni bardagamaður sem getur allt. Andstæðingurinn að þessu sinni er Bandaríkjamaðurinn Ray Borg sem er sterkur glímumaður. Borg vann sér inn þetta stóra tækifæri með sigri gegn Jussier Formiga í mars. Getur verið að Borg skemmi fyrir Johnson á þessari sögulegu stundu?

Mikilvægur bardagi í þungavigt

Derrick Lewis og Fabricio Werdum eru báðir á topp 6 á styrkleikalista UFC í þungavigtinni. Werdum er fyrrum meistari og lifandi goðsögn í MMA heiminum á meðan Lewis er ungi maðurinn á uppleið (samt 32 ára en það er enginn aldur í þungavigt). Sigurvegarinn heldur sér ofarlega á blaði en sá sem tapar þarf að sætta sig við annað tapið í röð. Þetta ætti að verða áhugaverður bardagi en Derrick Lewis er auðvitað mikill skemmtikraftur, innan sem utan búrsins.

Lando Vannata

Spennandi bardagar fyrr um kvöldið

Á fyrri hluta bardagakvöldsins fáum við tvo mjög spennandi bardaga sem lítið hefur farið fyrir. Fyrst mætast þeir Bobby Green og Lando Vannata. Báðir eru með mjög skemmtilega standandi stíla svo þessi bardagi ætti að verða flugeldasýning. Á eftir þeim mætast svo Will Brooks og Nik Lentz í áhugaverðum glímubardaga.

Nýliðaperrinn

Í aðal upphitunarbardaga kvöldsins fáum við að sjá 24 ára Frakkann Tom Duquesnoy gegn hinum 27 ára Cody Stamann. Báðir eru með ferilinn 15-1 og báðir hafa þegar unnið sinn fyrsta bardaga í UFC. Duquesnoy er ótrúlega spennandi og skemmtilegur bardagamaður. Ekki láta þennan bardaga framhjá þér fara!

Snemma um kvöldið mætir svo John Moraga mjög efnilegum bardagakappa frá Rússlandi, Magomed Bibulatov. Bibulatov er ósigraður í 14 bardögum og var áður meistarinn í WSOF en hann hefur sterk tengsl við einræðisherran Ramzan Kadyrov.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular