spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Arlovski vs. Barnett

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Arlovski vs. Barnett

Arlovski-vs-BarnettÁ morgun fer fram skemmtilegt UFC bardagakvöld í Hamburg, Þýskalandi. Gamlir kallar kljást í aðalbardaganum og Alexander Gustafsson snýr aftur eftir langa fjarveru.

  • Nostalgía: Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Josh Barnett og Andrei Arlovski. Þrátt fyrir að báðir hafi barist í tæpa tvo áratugi hafa þeir aldrei mæst áður. Samanlagt eru þeir með 80 bardaga á milli sín og ríkir ákveðin nostalgía yfir þessum bardaga. Þó báðir séu komnir yfir sitt besta verður gaman að sjá þá loksins mætast á morgun. Það er ólíklegt að bardaginn fari allar fimm loturnar enda báðir þekktir fyrir að klára bardaga sína.
  • Gustafsson minnir á sig: Alexander Gustafsson hefur ekki barist síðan hann tapaði í titilbardaganum gegn Daniel Cormier í október í fyrra. Hann er aðeins með einn sigur í síðustu fjórum bardögum enda mætt mönnum eins og Jon Jones, Anthony Johnson og Daniel Cormier. Gustafsson fær aðeins auðveldari bardaga á morgun þegar hann mætir Jan Blachowicz. Svíinn getur minnt aðeins á sig með flottum sigri á morgun.
  • Hetjan Ilir Latifi! Alexander Gustafsson er ekki eini Svíinn sem berst á morgun. Ilir Latifi er orðin hálfgerð „cult“ hetja meðal harðkjarna MMA aðdáenda og fær erfiðan bardaga á morgun. Svíinn er skemmtileg týpa og hafa myndir eins og þessi hér að neðan vakið mikla athygli. Þá er Latifi alltaf skemmtilegur í viðtölum og elskar að berjast á sama kvöldi og Gunnar Nelson enda er Gunnar stórvinur Svíans að sögn Latifi. Hann fær þó sinn erfiðasta bardaga til þessa á morgun þegar hann mætir Ryan Bader.
ilir latifi on a horse
Þvílíkur maður!
  • Góð tímasetning! Þar sem bardagakvöldið fer fram í Þýskalandi byrja bardagarnir á frábærum tíma. Fyrsti bardaginn byrjar kl 15:45 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19. Allir bardagarnir eru sýndir á Fight Pass rás UFC. Hvað er betra en að horfa á UFC á góðum laugardegi?
  • Ekki gleyma! Auk fyrrgreindra bardaga eru nokkrir áhugaverðir bardagar sem ekki má gleyma. Bretinn Jimmy Wallhead berst sinn fyrsta bardaga í UFC en hann er gríðarlega vinsæll á Englandi þar sem hann er afar skemmtilegur bardagamaður. Daninn Nicolas Dalby veldur sjaldnast vonbrigðum og Jack Hermansson kemur í UFC eftir góðan árangur víðs vegar í Evrópu. Að lokum má ekki gleyma Rustam Khabilov sem berst í fyrsta bardaga kvöldsins.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular