spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Edgar vs. Faber

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Edgar vs. Faber

frankie faberUFC heldur bardagakvöld í Filippseyjum í fyrsta sinn á morgun. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Frankie Edgar og Urijah Faber en það besta við bardagana á morgun er tímasetningin. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana á morgun.

  • Frábær tímasetning: Þar sem bardagarnir fara fram í Filippseyjum er tímasetningin á bardögunum frábær fyrir okkur hér á klakanum. Það er í raun villandi að tala um bardagakvöld þar sem fyrsti bardaginn hefst kl 11. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl 14 og er skemmtileg tilbreyting fyrir okkur að fá bardaga um miðjan dag.
  • Besti bardagi ársins? Aðalbardagi kvöldsins ætti að verða frábær skemmtun en afar sjaldgæft er að sjá þá Edgar eða Faber í leiðinlegum bardögum. Báðir hafa þeir raðað inn frammistöðubónusum en samanlagt hafa þeir verið í besta bardaga kvöldsins tíu sinnum og hlotið sjö aðra frammistöðubónusa (fyrir besta rothögg eða uppgjafartak kvöldsins). Samanlagt eru þeir 33-1 í bardögum sem eru ekki titilbardagar. Faber hefur aldrei tapað bardaga sem er ekki titilbardagi á meðan Edgar tapaði fyrir Gray Maynard árið 2008 en sá bardagi var ekki titilbardagi.
  • Áhugaverð „striking“ barátta: Þeir Gegard Mousasi og Costas Philippou mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Báðir eru þeir þekktir fyrir að halda bardaganum standandi þar sem þeir eru mjög færir. Það verður því áhugaverð rimma milli þeirra standandi og gaman að sjá hvor muni hafa betur. Mousasi er þekktur fyrir að aðlaga sig að stíl andstæðingsins og spurning hvernig hann kemur til leiks á morgun.
  • Spennandi veltivigtarslagur: Þeir Neil Magny og Hyun Gyu Lim mætast í áhugaverðum bardaga. Magny hefur sigrað sex bardaga í röð í UFC og mætir Lim sem hefur sigrað þrjá af fjórum bardögum sínum í UFC – alla með rothöggi. Þetta eru tveir af hæstu köppunum í veltivigt en Magny er 191 cm á hæð á meðan Lim er 188 cm á hæð. Báðir eru á mikilli uppleið og verður gaman að sjá hvor muni hafa betur á morgun.
  • Síðasti bardagi Munoz: Reynsluboltinn Mark Munoz mun berjast sinn 20. en jafnframt síðasta bardaga á ferlinum á morgun. Munoz á ættir að rekja til Filippseyja og því við hæfi að síðasti bardagi hans fari þar fram. Munoz hefur tapað þremur í röð en ætlar sér væntanlega að enda ferilinn á sigri á „heimavelli“. Munoz mætir Luke Barnatt sem sjálfur hefur átt erfitt uppdráttar og tapað tveimur í röð. Munoz mun leggja allt í sölurnar í sínum síðasta bardaga og mæta dýrvitlaus til leiks.

Sjá einnig: UFC á Filippseyjum um helgina

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular