spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Pettis vs. Moreno

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Pettis vs. Moreno

UFC er með lítið bardagakvöld í Mexíkó í kvöld. Það er fátt um fína drætti á bardagakvöldinu og sérstaklega miðað við UFC 214 um síðustu helgi. Það er þó alltaf hægt að finna eitthvað áhugavert en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC í kvöld.

Pettis næstur í DJ með sigri?

Sergio Pettis er 6-2 í UFC og á þriggja bardaga sigurgöngu en hann er yngri bróður fyrrum léttvigtarmeistarans Anthony Pettis. Hann mætir Brandon Moreno í kvöld í aðalbardaga kvöldsins. Pettis var nálægt því að fá titilbardaga í fluguvigtinni gegn Demetrious Johnson en UFC vildi frekar fá Ray Borg gegn Johnson. Með sigri hefur Pettis sennilega tryggt sér titilbardaga en Moreno verður ekki auðveldur viðureignar. Moreno hefur mjög óvænt unnið alla þrjá bardaga sína í UFC eftir að hafa dottið út í fyrstu umferð 25. seríu TUF. Þetta ætti að verða skemmtilegur og tæknilegur bardagi en Moreno er talinn sigurstranglegri hjá veðbönkum.

Mexíkósk vonarstjarna aftur á sigurbraut?

Hin 23 ára Alexa Grasso mætir Randa Markos í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Grasso verður á heimavelli í kvöld og bindur UFC miklar vonir við að hún geti orðið stór stjarna í Mexíkó. Hún upplifði sitt fyrsta tap síðast og verður áhugavert að sjá hvort hún komi breytt og bætt til leiks í kvöld.

Alan Jouban á leið í stríð

Alan Jouban hefur ekkert barist frá því hann tapaði fyrir Gunnari Nelson í London í mars. Hann mætir Niko Price í kvöld og gæti þetta orðið besti bardagi kvöldsins. Báðir munu koma aggressívir til leiks og leita að rothögginu. Price hefur klárað báða bardaga sína í UFC (gegn Brandon Thatch og Alex Morono) en seinni sigurinn hefur reyndar verið dæmdur ógildur þar sem leyfar af marijúana fundust í lyfjaprófi hans. Kemst Jouban aftur á sigurbraut eftir tapið gegn Gunnari?

Síðasta tækifæri Rashad Evans

Fyrrum meistarinn Rashad Evans hefur tapað þremur bardögum í röð og ekki litið vel út. Hann virkar afar hikandi í búrinu og spurning hvort samningi hans verði rift ef hann sýnir ekki betri frammistöðu í kvöld. Þetta verður hans annar bardagi í millivigt eftir langa veru í léttþungavigt en þrátt fyrir að vera í nýjum þyngdarflokki var frammistaðan ekki mikið betri síðast. Tap gegn Dan Kelly hefði þótt fráleitt fyrir nokkrum árum og væri tap gegn Sam Alvey í kvöld mögulega síðasti naglinn í kistu hins 37 ára Evans.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 2. Allir bardagar kvöldsins verða sýndir á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular