spot_img
Thursday, November 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: TUF 24 Finale

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: TUF 24 Finale

tuf-24-finaleÚrslitakvöld 24. seríu The Ultimate Fighter verður haldið annað kvöld í Las Vegas. Þar ráðast úrslit seríunnar og fluguvigtarmeistarinn Demetrious Johnson ver beltið sitt gegn Tim Elliot. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC annað kvöld.

  • Við fáum að sjá Demetrious Johnson berjast: ‘Mighty Mouse’ er einfaldlega sá besti í bransanum í dag og óskiljanlegt að hann fái ekki meiri athygli og áhorf en raun ber vitni. Hann er hraður, með frábæra tækni og vinnur alla og það styttist í að hann jafni met Anderson Silva í fjölda titilvarna. Það er ólíklegt að Tim Elliot sé að fara að vinna beltið en þetta er MMA og það getur allt gerst.
  • Hver fær næsta titilbardaga? Næstsíðasti bardagi kvöldsins er bardagi milli þjálfarana í seríunni, Joseph Benavidez gegn Henry Cejudo. Báðir hafa barist við núverandi meistara og tapað en Benavidez hefur tapað tvisvar. Það er ákveðin stöðnun í þyngdarflokknum og sigurvegarinn verður að sýna að hann hafi eitthvað nýtt fram að færa gegn DJ.
  • Við fáum að sjá Ryan Hall aftur: Íslandsvinurinn Ryan Hall hefur ekki barist síðan hann vann síðustu seríu TUF. Þar hékk hann á Artem Lobov eins og bakpoki og vann eftir dómaraákvörðun í desember 2015. Hér berst hann gegn gamla brýninu Gray Maynard sem á ógleymanlega bardaga gegn Frankie Edgar. Bestu ár Maynard eru að baki en er Ryan Hall orðinn nógu góður til að vinna Maynard?
  • Fórnarlömb Rondu Rousey mætast: Sara McMann og Alexis Davis hafa báðar barist um titilinn gegn Rondu Rousey en áttu ekki góðu gengi að fagna þar. Davis snýr nú aftur í búrið eftir barneignir en hún barðist síðast í apríl 2015.
  • Ekki gleyma: Jake Ellenberger lætur sjá sig en hann hefur barist við alla þá bestu í veltivigtinni og sigraði Matt Brown í fyrstu lotu í sumar. Ellenberger mætir Jorge Masvidal sem einnig er topp bardagamaður í veltivigtinni. Þá verður gaman að sjá Brandon Moreno aftur en hann datt snemma út í 24. seríu TUF en kom öllum að óvörum þegar hann kláraði Louis Smolka í október.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 00:00 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Alla bardagana má sjá á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular