spot_img
Friday, December 27, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 15

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 15

rockhold machidaAnnað kvöld er virkilega áhugavert bardagakvöld þar sem Lyoto Machida og Luke Rockhold mætast í frábærum bardaga. Þrátt fyrir vonbrigðin sem fylgdu því þegar Yoel Romero meiddist eru fullt af áhugaverðum bardögum annað kvöld. Lítum yfir það helsta.

  • Það veit enginn hver vinnur: Í flestum stórum bardögum virðist meirihlutinn vera sammála um hvor fari með sigur af hólmi. Í bardaga Rockhold og Machida virðast bardagaaðdáendur vera mjög ósammála um hvor vinnur. Það segir bara um gæði þessara bardaga, þetta er einn af þessum 50/50 bardögum og getur sigurinn dottið báðu megin.
  • Ólíkir „striking“ stílar mætast: Bæði Rockhold og Machida eru með virkilega gott sparkbox þrátt fyrir ólíka stíla. Machida beitir karate-stílnum eins og frægt er orðið á meðan Rockhold er í hefðbundnari fótastöðu. Báðir eru þó í „southpaw“ fótastöðunni, með góð spörk með vinstri, og verður því áhugavert að sjá þessa stíla kljást.
  • Verður Jacare jafn fljótur að klára Camozzi eins og síðast? ‘Jacare’ Souza og Yoel Romero áttu að mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Romero meiddist þó fyrir skömmu og gat UFC ekki fengið neinn annan en Chris Camozzi með svo skömmum fyrirvara. Það tók Jacare ekki nema 3:37 að svæfa Camozzi síðast og spurning hvort hann verði jafn snöggur nú.
  • Kemst Cub Swanson aftur á sigurbraut? Cub Swanson hafði sigrað sex bardaga í röð áður en hann var jarðaður af Frankie Edgar í nóvember. Nú er andstæðingur hans, Max Holloway, á fimm bardaga sigurgöngu og má búast við frábærum bardaga milli þeirra. Þetta verður fyrsti bardagi Swanson eftir tapið gegn Edgar og mikilvægt fyrir hann að ná sigri á Holloway ætli hann sér að halda stöðu sinni í þyngdarflokknum.
  • Þetta er einfaldlega frábært bardagakvöld! Það eru margar spennandi viðureignir á þessu bardagakvöldi fyrir utan ofantalda bardaga. Má þar helst nefna: Felice Herrig gegn Paige VanZant (áhugaverður bardaga í strávigt kvenna), Patrick Cummins gegn Ovince St. Preux (sigurvegarinn kemst á topp 10 í léttþungavigtinni), Jim Miller gegn Beneil Dariush (frábær bardagi í léttvigt) og svo mætti lengi telja. Þó að þarna séu ekki þekktustu nöfnin í bransanum eru þetta allt mjög áhugaverðir bardagar.
  • Fylgstu með: Aljimain Sterling er mikið efni. Þessi 25 ára Bandaríkjamaður æfir hjá Matt Serra og Ray Longo og er ósigraður í 10 bardögum (þar af tveir í UFC). Bantamvigtin þarf á nýju blóði að halda og gæti Sterling komið með ferskan vindblæ í bantamvigtina. Aftur á móti fær hann gríðarlega erfiða prófraun á morgun þegar hann mætir Takeya Mizugaki og gæti Sterling upplifað sitt fyrsta tap á morgun.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20:30 að íslenskum tíma á Fight Pass. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst að miðnætti og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular