spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 21: Maia vs....

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox 21: Maia vs. Condit

UFC-on-FOX-21-betting-picks-Maia-vs-Condit-betting-tips-UFC-Fight-Night-Vancouver-betting-odds-Luca-Fury-betting-predictionsÍ kvöld fer fram UFC on Fox: Maia vs. Condit í Kanada. Þetta er kannski smá þynnkulegt kvöld miðað við UFC 202 um síðustu helgi en engu að síður eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagana.

  • Fær Maia titilbardagann sinn? Eins og við töluðum um fyrr í vikunni er Maia í eltingarleik við titilbardaga. Biðin gæti verið löng enda er Stephen Thompson næstur í röðinni og óvíst hvenær hann fær sinn titilbardaga. Maia þarf því að halda nafninu sínu í umræðunni með því að sigra Carlos Condit sannfærandi í kvöld. Það verður þó ekki auðvelt enda Condit einn af bestu veltivigtarmönnum heims.
  • Kemur Pettis ferlinum í rétt horf? Frumraun Anthony Pettis í fjaðurvigtinni verður í kvöld. Eftir að hafa barist í léttvigtinni alla tíð ákvað Pettis að fara niður um flokk í leit að lausnum. Það verður virkilega áhugavert að sjá hvort hann rétti úr kútnum í nýjum flokki en Pettis mætir Charles Oliveira.
  • Bætingar hjá VanZant? Paige VanZant hefur ekkert barist síðan hún tapaði fyrir Rose Namajunas í desember. Namajunas hafði mikla tæknilega yfirburði gegn VanZant og sást að VanZant á ennþá langt í land til að keppa við þær bestu í strávigtinni. Núna eru átta mánuðir frá tapinu og verður áhugavert að sjá hvers konar bætingar við fáum að sjá frá VanZant. VanZant mætir hinni áströlsku Bec Rawlings í kvöld.
  • Sama stríð og síðast? Í fyrsta bardaganum á aðalhluta bardagakvöldsins mætast þeir Jim Miller og Joe Lauzon. Kapparnir mættust í desember 2012 í ótrúlega blóðugum bardaga. Bardaginn var einn skemmtilegasti bardagi ársins en Miller sigraði eftir dómaraákvörðun. Núna getur Lauzon jafnað metinn en vonandi fáum við jafn skemmtilegan bardaga og síðast.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20:30 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst á miðnætti.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular