spot_img
Monday, October 7, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox: VanZant vs. Waterson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC on Fox: VanZant vs. Waterson

UFC on Fox 22 fer fram annað kvöld í Sacramento í Kaliforníu. Þær Paige VanZant og Michelle Waterson mætast í aðalbardaga kvöldsins en hér eru nokkrar ástæður til að horfa á bardagakvöldið.

  • Fær sigurvegarinn næsta titilbardaga í strávigtinni? Aðalbardagi kvöldsins er áhugaverður fyrir margar sakir. Stuðlarnir eru mjög jafnir hjá veðbönkum og er erfitt að spá fyrir um bardagann. Paige VanZant er frábær íþróttamaður en er ennþá tæknilega hrá á meðan Michelle Waterson hefur verið lengur að en ekkert barist síðan í júlí 2015. Hversu mikið hefur VanZant bætt sig síðan við sáum hana síðast? Verður Waterson ryðguð? Getur Waterson farið allar fimm loturnar og haldið í við þann mikla hraða sem VanZant setur upp í sínum bardögum? Þetta verður áhugavert og verður sigurvegarinn komin ansi nálægt titilbardaga í strávigtinni.
  • Netstjörnur berjast: Bardagamennirnir Sage Northcutt og Mickey Gall mætast en þeir eiga það sameiginlegt að vera mun þekktari en þeir ættu að vera miðað við hvar ferill þeirra stendur. Sage Northcutt hefur vakið mikla athygli og þá helst fyrir útlit sitt og ótrúlega kurteist yfirbragð sitt utan búrsins. Þess á milli hefur hann unnið þrjá bardaga í UFC og tapað einum en enginn af þeim sem Northcutt hefur sigrað er enn í UFC. Mickey Gall er hvað helst þekktastur fyrir að hafa unnið CM Punk í haust og er með tvo sigra í UFC en hvorugur andstæðinganna á heima í UFC. Báðir bardagamenn eru þekktir en þó ekki endilega fyrir ótrúlega getu þeirra innan búrsins. Báðir eru vissulega efnilegir og kannski upprennandi stjörnur og þess vegna er þetta næstsíðasti bardagi kvöldsins. Engu að síður ætti þetta að verða áhugverður bardagi en rétt eins og í aðalbardaganum eru stuðlarnir afar jafnir.
  • Síðasti bardaginn hjá Faber: Goðsögnin Urijah Faber ætlar að hætta í MMA eftir bardagann gegn Brad Pickett á morgun. Þetta er fullkominn tími fyrir Faber að hætta enda fer bardaginn fram í heimabæ hans, Sacramento. Hann mætir Pickett sem er sjaldan í leiðinlegum bardögum og verður áhugavert að fylgjast með síðasta bardaga Faber.
  • Einlægur hálfviti gegn módeli: Mike Perry hefur vakið nokkra athygli síðan hann barðist sinn fyrsta bardaga í UFC í ágúst. Þetta verður þriðji bardaginn hans síðan þá en alla bardaga sína á ferlinum hefur hann klárað með rothöggi. Perry er einlægur í svörum sínum og framkomu og er alltaf að segja eitthvað sem hljómar misgáfulega. Andstæðingur hans á morgun er fyrirsætan Alan Jouban. Báðir kjósa að halda bardaganum standandi og ætti þetta að verða skemmtilegur bardagi.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 20:30 á Fight Pass rás UFC en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 1.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular