0

Bellator og BAMMA héldu sameiginlegt bardagakvöld í Dublin í gær

Bellator og BAMMA héldu sameiginlegt bardagakvöld í The 3Arena í Dublin í gær. Kvöldið var óformlega kallað Bammator og mátti þar sjá nokkur fín tilþrif.

Fyrstu bardagar kvöldsins voru hluti af BAMMA 27 en síðustu fjórir bardagarnir hluti af Bellator 169. Í aðalbardaga kvöldsins mættust þeir Muhammed ‘KingMo’ Lawal og Satoshi Ishii. King Mo fór með sigur af hólmi eftir dómaraákvörðun en hann mun svo keppa aftur í lok mánaðar í útsláttarkeppni Rizin FF í Japan.

Íslandsvinurinn James Gallagher er nú 5-0 sem atvinnumaður eftir sigur á Anthony Taylor í gær. Gallagher æfir hjá SBG í Dublin og hefur margoft komið til Íslands við æfingar. Gallagher kláraði Taylor með „rear naked choke“ í 3. lotu en þetta var annar bardaginn hans í Bellator.

Af bardögunum í BAMMA má helst nefna að einn efnilegasti bardagamaður heims utan UFC, Tom Duquesnoy, varði bantamvigtartitil sinn í gær þegar hann sigraði Alan Philpott með hengingu í 2. lotu. Duquesnoy hlýtur að fá samning við UFC fljótlega en sá franski lítur afar vel út og virðist vera tilbúinn fyrir UFC.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.