spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Manuwa vs. Anderson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Manuwa vs. Anderson

ufc london 2017UFC fer fram í London núna um helgina ef það fór framhjá einhverjum. Flestir landsmenn þurfa ekki nema eina ástæðu til að kíkja á þetta kvöld en það hefur hins vegar upp á ýmislegt að bjóða. Byrjum á því augljósa.

  • Endurkoma Gunnars: Gunnar Nelson barðist bara einu sinni í fyrra og því þyrstir landann í að sjá hann keppa. Andstæðingurinn er kannski ekki á styrktarlista UFC en það væru mikil mistök að vanmeta hann. Alan Jouban er hættulegur rotari með hjarta stríðsmanns. Hann ætlar sér sigur svo Gunnar mun þurfa á öllu sínu að halda til að ná fram sigri. Við höfum að sjálfsögðu trú á okkar manni og teljum niður klukkustundirnar.

  • Mikilvægur 205 punda bardagi: Í aðalbardaga kvöldsins mætast bardagamenn í fjórða og fimmta sæti á styrkleikalista UFC í léttþungavigt. Sigurvegarinn verður því sennilega einum bardaga frá titilbardaga. Bardaginn sjálfur ætti að verða spennandi enda klassískur „grappler vs. striker“ bardagi. Jimi Manuwa mun leita að rothögginu á heimavelli á meðan Corey Anderson mun reyna að drekkja honum í glímufeni.
  • Kveðjustund Brad Pickett: Hinn stórskemmtilegi Brad Pickett ætti að vera öllum MMA aðdáendum kunnugur. Hann er nánast alltaf í góðum bardögum og er einn af litríkari persónuleikum íþróttarinnar. Pickett er orðinn 38 ára gamall og hefur tilkynnt að þessi bardagi gegn Marlon Vera frá Ekvador verði hans síðasti á ferlinum.
  • Framtíðarstjörnur: Það eru nokkrir mjög spennandi bardagamenn hér og þar á þessu bardagakvöldi sem dag einn gætu orðið stór nöfn. Hinn ósigraði Marc Diakiese hefur unnið fyrstu tvo bardaga sína í UFC og lofar mjög góðu. Hann mætir Finnanum Teemu Rackalen og fer bardaginn fram í léttvigt. Englendingurinn Tom Breese verður líka á svæðinu á móti mjög skemmtilegum karakter, Oluwale Bamgbose, sem lítur út eins og óskilgetinn sonur Ol´ Dirty Bastard. Auk þeirra er svo spennandi bardagi á milli Leon Edwards og Vincente Luque. Svo má ekki gleyma Joseph Duffy sem er alltaf skemmtilegur að sjá.
Marc Diakiese
spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular