spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC: Whittaker vs. Brunson

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC: Whittaker vs. Brunson

whittaker-brunsonUFC heldur fremur lítið bardagakvöld í Ástralíu í nótt. Aðalbardaginn er mjög áhugaverður og leynast þarna fáeinir áhugaverðir bardagar einnig. Hér eru nokkrar ástæður til að horfa á UFC í kvöld.

  • Ferskur blær í millivigtinni: Fyrir utan topp fimm bestu gæjana í millivigtinni er fátt um fína drætti í þyngdarflokknum og flestir á seinni hluta ferilsins. Robert Whittaker og Derek Brunson hafa verið á góðu skriði að undanförnu og mætast í aðalbardaga kvöldsins. Báðir hafa þeir unnið fimm bardaga í röð en sigurvegarinn í kvöld verður kominn einu skrefi nær toppbardagamönnunum í millivigtinni. Það er því mikið undir fyrir báða og ætti að verða frábær bardagi.
  • Getur Omari Akhmedov bjargað sér fyrir horn? Rússinn Omari Akhmedov, sem Gunnar Nelson sigraði árið 2014, hefur nú tapað tveimur bardögum í röð í UFC og þarf nauðsynlega að sigra í kvöld. Akhmedov mætir heimamanninum Kyle Noke en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum.
  • Ekki gleyma: Eins og sést er þetta ekki besta bardagakvöld allra tíma en auk fyrrgreindra bardaga mælum við með að fylgjast með bardaga Ben Nguyen og Geane Herrera í fluguvigtinni og þá er alltaf gaman að sjá hinn 22 ára Jake Matthews. Allir bardagar Nguyen í UFC hafa verið mjög skemmtilegir en Nguyen vakti athygli á sínum tíma er gamall bardagi með honum dreifðist víða.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23:30 en aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 3. Alla bardagana má sjá á Fight Pass rás UFC.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular