Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlentNýskapaður rígur milli Werdum og Velasquez

Nýskapaður rígur milli Werdum og Velasquez

cain werdumÞeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum mætast á laugardaginn á UFC 188. Kapparnir hafa hingað til verið vinalegir við hvorn annan en það breyttist skyndilega í vikunni.

Þungavigtarmennirnir þjálfuðu andspænis hvor öðrum í fyrstu seríu TUF: Latin America. Þar voru engin illindi á milli þeirra og sýndu báðir hvor öðrum virðingu.

Svo virðist sem rígur milli þeirra hafi skapast í vikunni. Ástæðan er sú að Fabricio Werdum sagði Velasquez vera Bandaríkjamann sem heldur að hann sé Mexíkani í fyrsta þætti UFC 188 Embedded. Það fór illa í meistarann sem er fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum en á mexíkanska foreldra. Velasquez lítur á sig sem Mexíkana og er stoltur af uppruna sínum.

Í gær hittust þeir í morgunmatnum á hótelinu og reyndi Werdum að heilsa upp á Velasquez og taka í höndina á honum. Velasquez neitaði hins vegar að taka í hönd Werdum.

Velasquez var ósáttur með ummæli Werdum. Velasquez fannst óviðeigandi af Werdum að baktala sig fyrir framan myndavélina en vera svo vinalegur við hann í eigin persónu. Velasquez sagði við blaðamenn í gær að þetta væri eitthvað sem hann myndi ekki gleyma strax eftir bardagann.

Það er ljóst að það er kominn aðeins meiri hiti fyrir bardagann og lét Daniel Cormier, æfingafélagi Cain Velasquez, hafa eftir sér að Werdum hefði átt að halda sér saman. Að sögn Cormier á Werdum von á barsmíðum frá Velasquez eftir þessi ummæli.

Fyrstu þrjá Embedded þættina má sjá hér að neðan.

Fyrsti þáttur

Annar þáttur

Þriðji þáttur

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular