spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaOfþjálfun kemur í veg fyrir að Magnús berjist

Ofþjálfun kemur í veg fyrir að Magnús berjist

Magnús Ingi Ingvarsson
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og við greindum frá fyrr í kvöld mun Magnús Ingi Ingvarsson ekki berjast í næstu viku eins og til stóð. Ástæðan fyrir fjarverunni eru þó ekki hnémeiðsli eins og við töldum fyrst.

Magnús Ingi átti að mæta Neri Gelezi á FightStar 9 bardagakvöldinu í London í næstu viku. Í dag kom þó í ljós að Magnús myndi ekki keppa.

„Það var bara ákveðið í samráði við lækna að ég myndi ekki keppa vegna ofþjálfunar,“ sagði Magnús við MMA Fréttir fyrr í kvöld.

„Í byrjun síðustu viku fann ég að eitthvað var að. Þolið mitt var gjörsamlega farið og ég hafði verið að æfa fyrir þennan bardaga í átta vikur og allt í einu var þolið farið. Ég var eins og gamall kall sem var að æfa í fyrsta skipti, það bara meikaði ekkert sense. Ég fór í læknisskoðun en fékk ekki niðurstöðurnar fyrr en í dag út af páskafríinu og svona. Læknirinn sem við Bjarki höfum alltaf verið í sambandi við mat það sem svo að ég ætti ekki að berjast.“

Magnús þarf núna að taka góða hvíld og taka því rólega um tíma. Hann mun svo hægt og rólega getað byrjað að æfa aftur og þá í samráði við sjúkraþjálfara.

Eins og áður segir töldum við að hnémeiðsli hefðu komið í veg fyrir bardagann en svo er ekki. Magnús meiddist á hnénu í síðustu viku en þau meiðsli voru minniháttar og hefðu ekki komið í veg fyrir bardagann.

„Ég fékk þennan bardaga í febrúar og byrjaði alltof snemma að keyra allt í botn og það er bara að koma í bakið á mér núna. Læknirinn taldi það of áhættusamt að ég myndi keppa og þá sérstaklega eftir vatnslosun í niðurskurðinum,“ sagði Magnús að lokum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular