spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaÓmar Yamak keppir í ofurglímu í Hollandi

Ómar Yamak keppir í ofurglímu í Hollandi

Ómar Yamak mun keppa ofurglímu í Hollandi á morgun. Ómar mætir þá Svíanum Emad Omran á FUJI BJJ Challenge mótinu á morgun.

Ómar Yamak er íslenskur glímumaður sem búsettur er í Þýskalandi um þessar mundir en Ómar er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson.

Svíinn Emad Omran átti að keppa á FUJI BJJ Challenge mótinu á morgun. Hann var hins vegar gráðaður í brúnt belti á dögunum og gat því ekki keppt á mótinu þar sem mótið er aðeins fyrir blá belti og fjólublá belti. Omran var því boðið að keppa við Ómar í ofurglímu á morgun.

Glíman er átta mínútna löng og er keppt í galla undir IBJJF reglum. Mótið og ofurglíman fer fram í Sports Hall Selward höllinni í Groningen og ætti að hefjast kl 17 á íslenskum tíma. Mótinu verður streymt en hlekkur á streymið ætti að birtast hér þegar nær dregur.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular