Ómar Yamak mun keppa ofurglímu í Hollandi á morgun. Ómar mætir þá Svíanum Emad Omran á FUJI BJJ Challenge mótinu á morgun.
Ómar Yamak er íslenskur glímumaður sem búsettur er í Þýskalandi um þessar mundir en Ómar er brúnt belti í brasilísku jiu-jitsu undir Gunnari Nelson.
Svíinn Emad Omran átti að keppa á FUJI BJJ Challenge mótinu á morgun. Hann var hins vegar gráðaður í brúnt belti á dögunum og gat því ekki keppt á mótinu þar sem mótið er aðeins fyrir blá belti og fjólublá belti. Omran var því boðið að keppa við Ómar í ofurglímu á morgun.
Glíman er átta mínútna löng og er keppt í galla undir IBJJF reglum. Mótið og ofurglíman fer fram í Sports Hall Selward höllinni í Groningen og ætti að hefjast kl 17 á íslenskum tíma. Mótinu verður streymt en hlekkur á streymið ætti að birtast hér þegar nær dregur.