Wednesday, April 24, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Arnar Freyr Vigfússon (UFC 215)

Spámaður helgarinnar: Arnar Freyr Vigfússon (UFC 215)

UFC 215 fer fram á morgun þar sem þær Amanda Nunes og Valentina Shevchenko mætast í aðalbardaga kvöldsins. Að þessu sinni er spámaður helgarinnar Arnar Freyr Vigfússon.

Arnar Freyr Vigfusson er einn af fáum svartbeltingum í brasilísku jiu-jitsu á Íslandi en hann hefur rúmlega 13 ára reynslu af bardagaíþróttum. Arnar hefur komið að þjálfun fjölmargra UFC bardagamanna og kvenna og hefur þjálfað mikið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Gefum honum orðið.

Fjaðurvigt: Jeremy Stephens gegn Gilbert Melendez

Due or die fyrir báða hér. Stephens hefur tapað 5 af síðustu 7 og Gilbert einungis unnið 1 af síðustu 5. Gilbert er nýkominn úr keppnisbanni eftir að USADA böstaði hann fyrir að vera setja í fjósið á sér. Spurning hvort maður sjái einhvern PRIDE to UFC crossover syndrome á honum. Ef Gilbert nær honum niður vinnur hann eftir einróma dómaraákvörðun en ef Jeremy nær að halda þessu standandi mun hann vinna á stigum. Nema að hann lendi bombu þá er Gilbert að fara lúlla.

Léttþungavigt: Tyson Pedro gegn Ilir Latifi

Veit ekkert hver Tyson Pedro er. Sá þó að hann hefur klárað alla bardaga sína og þar á meðal tveir sigrar innan UFC. Hann er flúraður í drasl og með töff skegg svo ég æta að hoppa á hans bandwagon. Pedro með TKO í 3. lotu.

Fluguvigt: Henry Cejudo gegn Wilson Reis

Segi Cejudo, hann mun geta stjórnað því hvar bardaginn fer fram. Ef hann lender í veseni standandi mun hann taka Wilson niður en þó án þess að overcommitta í neitt, spila það öruggt. Ef þetta er jafnt standandi mun hann skora takedown undir lok hverrar lotu til að skora stig. Cejudo eftir dómaraákvörðun.

Veltivigt: Neil Magny gegn Rafael dos Anjos

Sá ekki bardagann milli Rafael dos Anjos (RDA) og Saffiedine en veit þó að hann vann á stigum. Ef hann vann þann bardaga standandi getur hann vel staðið á móti Magny. Ef hann vann þann bardaga með fellum og groundcontrol mun hann einnig ná Magny niður. Hann mun þó eiga erfiðara með að stjórna Magny og meiða hann sökum þess að Magny er betri af bakinu en Saffiedine. Eini sénsinn held ég sé fyrir Magny að stjórna fjarlægðinni og halda RDA frá sér. Ef RDA kemst inn og á auðvelt með að ná Magny niður þá vinnur hann. RDA eftir dómaraákvörðun.

Titilbardaga í bantamvigt kvenna: Amanda Nunes gegn Valentinu Shevchenko

Veit ekki alveg hvað ég á að segja með þennan bardaga. Er rematch en Amanda náði að stjórna hvar bardaginn fór fram í tveimur fyrstu lotum fyrri viðureignar þeirra. Ef hún getur það aftur vinnur hún. Aftur á móti held ég að þetta verði 5 lotu bardagi svo það er spurning hvort hún hafi gastankinn í það. Það er svo mikið auðveldara að verjast fellum versus að sækja í þær. Auk þess sem ég reikna með því að það verði erfiðara fyrir hana að ná Valentinu niður í þessum bardaga. Ég segi að Valentina taki þennan bardaga á stigum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular