0

Donald Cerrone veit ekkert hver Darren Till er

Donald Cerrone hefur ekki hugmynd um hver hans næsti andstæðingur, Darren Till, er. Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Gdansk þann 21. október.

Donald Cerrone bauðst til þess að berjast í Póllandi en hann barðist mikið í Evrópu á sínum yngri árum í sparkboxi. Hann var því spenntur fyrir því að fara aftur til Evrópu og berjast þar en hann hefur ekki barist utan Norður-Ameríku síðan 2007.

Cerrone hefur aldrei heyrt um Darren Till og vildi bara fá bardaga. Ariel Helwani segir að talað hafi verið um Gunnar Nelson og Santiago Ponzinibbio hafi komið til greina en á endanum varð það Darren Till sem varð fyrir valinu. Gunnar sagði við okkur í síðustu viku að hann ætlaði að taka sér frí út árið til að hvíla höfuðið eftir að hann varð rotaður í sumar. Cerrone hefði verið til í að berjast við alla, það eina sem skipti hann máli er dagsetningin.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.