Þrír stórir bardagar í veltivigtinni eru sagðir vera í pípunum. Stephen Thompson er sagður hafa samþykkt að mæta Darren Till í Liverpool og þá er Santiago Ponzinibbio kominn með andstæðing fyrir bardagakvöldið í Síle.
Það hefur verið hálfgerð stífla í veltivigtinni á þessu ári og var aðeins einn bardagamaður á topp 15 styrkleikalistanum með bókaðan bardaga. Stíflan virðist hafa losnað miðað við nýjustu orðrómana.
Eins og við greindum frá í gær mun Rafael dos Anjos mæta Colby Covington um bráðabirgðartitilinn í veltivigt. Nú heldur Chris Talyor (sá sami og greindi fyrst frá Covington-dos Anjos bardaganum) því fram að Stephen Thompson hafi samþykkt að berjast við Darren Till í Liverpool. Bardaginn verður aðalbardagi kvöldsins og ríkir gríðarleg spenna fyrir bardagakvöldið. Þetta verður fyrsta heimsókn UFC til Liverpool en bardagakvöldið fer fram þann 27. maí.
Breaking! Per sources Stephen Thompson answers the call! “Wonderboy” is set to fight Darren Till in the main event of #UFCLiverpool
— Chris Taylor (@CTaylor_96) March 23, 2018
Viku fyrr heimsækir UFC Síle í fyrsta sinn en þar munu þeir Santiago Ponzinibbio og Neil Magny mætast í aðalbardaga kvöldsins samkæmt Chris Taylor.
A welterweight showdown between Neil Magny and Santiago Ponzinibbio is in the works for #UFCChile on May 19!
— Chris Taylor (@CTaylor_96) March 23, 2018
Núna þegar þessir þrír bardagar virðast vera staðfestir er spurning hvort Gunnar Nelson fái ekki bardaga fljótlega. Vonin um að fá Till í Liverpool var veik en núna er það ljóst að Gunnari fær ekki Till á þessari stundu. Einnig er hægt að útiloka Neil Magny en þó eru nokkrir bardagamenn eftir á topp 15 styrkleikalistanum sem Gunnar gæti mögulega fengið.
Enginn af þessum þremur bardögum hefur þó verið staðfestur af UFC.