spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÖryggisvörður lögsækir Conor eftir flöskukastið á UFC 202

Öryggisvörður lögsækir Conor eftir flöskukastið á UFC 202

Öryggisvörður hefur ákveðið að lögsækja Conor McGregor fyrir flöskukaststríðið á blaðamannafundinum fyrir UFC 202 í fyrra. Öryggisvörðurinn fékk dós í bakið og vill fá 95.000 dollara í skaðabætur.

Í ágúst í fyrra mættust þeir Conor McGregor og Nate Diaz á UFC 202. Allt varð vitlaust á blaðamannafundinum nokkrum dögum fyrir bardagann þar sem umdeilt flöskukaststríð fór fram. Conor mætti venju samkvæmt alltof seint á blaðamannafundinn og þegar Conor kom ákvað Diaz og hans lið að yfirgefa svæðið. Þeir Conor og Nate skiptust á orðum áður en þeir hófu að kasta flöskum í átt að hvor öðrum.

Nú hefur öryggisvörðurinn William Pegg lögsótt Conor McGregor fyrir að minnsta kosti 95.000 dollara (10 milljónir ISK) en þetta kemur fram á The Blast. Pegg fékk dós í bakið og nálægt vinstri öxlinni en líklegast var þetta ein af Monster orkudrykkjardósunum sem sátu á borðinu á blaðamannafundinum.

95.000 dollara upphæðin er í raun frekar fyndin. Pegg heldur því fram að hann hafi þurfti að greiða 5.000 dollara í sjúkrakostnað vegna atviksins. En hvaðan koma þessir 90.000 dollarar? Pegg heldur því fram að Conor McGregor hafi fengið 15 milljónir dollara fyrir bardagann gegn Diaz þar sem hann fékk 166 högg í sig frá Diaz. 15 milljónir deilt með 166 eru 90.000. Pegg vill því fá 90.000 dollara og 5.000 dollara fyrir sjúkrakostnaðinum.

Lögfræðingar Conor hafa neitað allri ábyrgð á atvikinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular