spot_img
Monday, December 23, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentÓvæntu lyfjaprófi Aldo eytt

Óvæntu lyfjaprófi Aldo eytt

renan barao jose aldo
Jose Aldo ásamt Andre Pederneiras og Renan Barao.

Afar undarlegt mál átti sér stað í Brasilíu í gær. Jose Aldo gekkst undir óvænt lyfjapróf en sýninu var eytt vegna tæknilegs smáatriðis.

Í gærmorgun mætti Ben Mosier frá Drug Free Sport Lab í æfingaaðstöðu Jose Aldo til að taka þvagsýni úr meistaranum. Mosier mætti óvænt fyrir hönd NAC (íþróttaeftirlit Nevada fylkis) til að taka þvagsýni úr Aldo fyrir risabardaga hans gegn Conor McGregor á UFC 189.

Umboðsmaður og þjálfari Aldo, Andre Pederneiras, var tortrygginn gagnvart manninum og hafði samband við CABMMA (MMA samband Brasilíu). CABMMA vissi ekki heldur af lyfjaprófinu enda getur NAC lyfjaprófað keppendur af handahófi nokkrum vikum fyrir bardaga.

Yfirmaður CABMMA, Cristiano Sampaio, hafði samband við lögregluna og hitti Aldo og Pederneiras. Þar sem Moraes er frá NAC en ekki CABMMA hafði hann ekki rétta vegabréfsáritun til að starfa í Brasilíu. Moraes hefur átta daga til að koma sér úr landinu og fék 130 dollara sekt. Þvagprófi Aldo var því hent og annað próf verður framkvæmt í dag.

„Allir bardagamenn þurfa að gangast undir lyfjapróf, ekkert óvenjulegt við þetta. Þetta er í fyrsta sinn sem ég er prófaður í Brasilíu. Mér finnst að MMA samband Brasilíu ætti að sjá um þetta þar sem ég bý hér. En það skiptir engu máli fyrir mig. Berjast, pissa, það er það sama fyrir mig,“ sagði Aldo í gær. Síðasta setningin er svo sannarlega óvenjuleg.

Aldo mun gefa af sér annað þvagsýni á morgun undir handleiðslu CABMMA og NAC. Þvagprófið verður sent til Bandaríkjanna á sömu rannsóknarstofu. Prófið fer því fram sólarhring síðar en upphaflega var áætlað og er ekki lengur handhófskennt.

Núna veit Aldo og hans lið að hann fer í lyfjapróf á morgun á meðan niðurstöður óvænta lyfjaprófsins munu aldrei líta dagsins ljós. Þetta er undarlegt og lítur ekki vel út fyrir hans lið. Þeir sem þekkja til lyfjamála vita að sólarhringur getur skipt miklu máli ef einstaklingar eru með óhreint mjöl í pokahorninu.

John Kavanagh, þjálfari Conor McGregor sagði þetta á Twitter um málið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

1 COMMENT

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular