spot_img
Friday, October 4, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaPhil Davis semur við Bellator

Phil Davis semur við Bellator

phil davisPhil Davis samdi í gær við Bellator eftir fimm ára veru í UFC. Tíðindin koma ágætlega á óvart enda ekki oft sem Bellator semur við bardagamenn sem eru ofarlega á styrkleikalista UFC. Sagan segir að Davis hafi fengið samningstilboð frá bæði Bellator og UFC en tekið tilboði Bellator eftir að þeir buðu meira.

Lítil endurnýjun virðist eiga sér stað í léttþungavigtinni og er þetta því fremur óvænt tíðindi. Sú staðreynd að UFC var tilbúið að láta þennan 30 ára bardagamann fara yfir til Bellator segir ýmislegt.

Davis var kannski aldrei sá mest spennandi og var búist við meira af honum þegar hann fyrst kom. Töp gegn Rashad Evans, Anthony Johnson og Ryan Bader hafa hins vegar sýnt takmarkanir á hans getu. Fæstir reikna með að Davis gæti komist í titilbardaga í UFC og því er kannski best fyrir Davis að fara yfir til Bellator. Í Bellator er reiknað með að hann kræki í titilinn.

Hugsanlega gæti þetta verið gott fyrir UFC í tengslum við lögsóknina. Eins og frægt er orðið á UFC yfir höfði sér lögsókn vegna einokunar á MMA markaðnum. Það að Davis skyldi hafa valið Bellator fram yfir UFC gæti hjálpað UFC í að verjast lögsókninni. Þarna gæti UFC sýnt fram á að það séu fleiri tækifæri fyrir bardagamenn utan UFC.

Phil Davis er klárlega einn af bestu léttþungavigtarmönnum heims. Hann hefur sigrað stór nöfn á borð við Lyoto Machida, Glover Teixeira og Alexander Gustafsson og á vafalaust eftir að ná góðum árangri í Bellator. Takist Davis að vinna titil í Bellator lætur það UFC líta vel út. Davis þykir ekki mest spennandi bardagamaðurinn og á sennilega ekki eftir að auka áhorf á Bellator neitt sérstaklega mikið.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img

Most Popular