Bardagabræðurnir Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson voru gestir okkar í nýjasta podcasti okkar. Í þættinum snérist umræðan aðallega um UFC 192, Johny Hendricks og niðurskurð í MMA.
Þeir Bjarki Þór og Magnús Ingi hafa báðir keppt nokkrum sinnum í MMA undir merkjum Mjölnis. Þeir keppa í léttvigt og gátu því gefið okkur góða innsýn í niðurskurðarferlið. Þáttinn má hlusta á hér að neðan.
Sérstakar þakkir fær Atli Már Steinarsson fyrir að útvega okkur stúdíói til að taka upp.