Tuesday, September 10, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentMánudagshugleiðingar eftir UFC 192

Mánudagshugleiðingar eftir UFC 192

Daniel-Cormier-Alexander-GustafssonUFC 192 fór fram um helgina þar sem Daniel Cormier tókst að verja léttþungavigtarbeltið sitt eftir fimm lotu stríð. Aðdáendur fengu bæði að sjá frábær tilþrif og fremur slappa bardaga.

Daniel Cormier og Alexander Gustafsson háðu frábæran bardaga. Cormier sigraði eftir klofna dómaraákvörðun þar sem tveir dómarar gáfu honum sigurinn á meðan þriðji dómarinn gaf Gustafsson sigurinn. Þetta er í annað sinn sem Gustafsson berst um léttþungavigtartitilinn og í bæði skiptin hefur hann tapað eftir hnífjafnan bardaga.

Ef Gustafsson hefði sigrað fimmtu lotuna hefði hann unnið bardagann. Í staðinn sáum við Daniel Cormier sýna mikla seiglu þegar hann tók yfir bardagann í fimmtu lotu. Þarna sást sennilega munurinn á meistaranum og Gustafsson. Þegar báðir voru orðnir mjög þreyttir gat Daniel Cormier pínt sig meira og sigrað síðustu lotuna með ótrúlegri þrautsegju.

cormier gustafsson scorecard

Framundan hjá Daniel Cormier er að öllum líkindum annar bardagi gegn Jon Jones. Búist er við að hann muni snúa aftur til keppni á næsta eftir að hafa fengið vægan dóm fyrir bílslysið sem hann olli. Það mun verða gífurlega stór bardagi og svo gæti verið að bardaginn fari fram í New York.

Ryan Bader mun þó eflaust vona að Jones snúi ekki alveg strax til baka. Bader sigraði Rashad Evans í fremur döprum bardaga og hefur nú sigrað fimm bardaga í röð. Hann gæti fengið titilbardaga ef Jones kemur ekki aftur strax. Það var þó ekkert við frammistöðuna hans sem sannfærir fólk um að hann einfaldlega verði að fá titilbardaga.

Fyrir utan aðalbardaga kvöldsins var aðalhluti bardagakvöldsins fremur leiðinlegur. Það sama er þó ekki hægt að segja um upphitunarbardaga kvöldsins. Þeir voru hreint út sagt ótrúlegir.

Oct 3, 2015; Houston, TX, USA; Sage Northcutt (blue gloves) celebrates after winning his bout against Francisco Trevino (not pictured) during UFC 192 at Toyota Center. Mandatory Credit: Troy Taormina-USA TODAY Sports
Mynd: USA TODAY Sports

19 ára undrið Sage Northcutt valtaði yfir Francisco Trevino og sigraði með tæknilegu rothöggi eftir aðeins 57 sekúndur. Trevino var ósáttur við ákvörðun dómarans að stöðva bardagann og ýtti honum. Hann mun væntanlega fá reisupassann frá UFC fyrir þessa hegðun en auk þess náði hann ekki vigt og þetta var annað tapið hans í röð. Northcutt olli ekki vonbrigðum í frumraun sinni í UFC en UFC mun sennilega byggja hann rólega upp.

Rússinn frá Dagestan héraðinu, Albert Tumenov, rotaði fyrirsætuna Alan Jouban í fyrstu lotu og lofar ansi góðu. Tumenov er frábær „striker“ sem á eflaust eftir að fara langt í veltivigtinni í UFC. Hann er nú 4-1 í veltivigtinni en þrír af þessum sigrum hafa komið eftir rothögg.

Albert Tumenov klárar Jouban.

Næsta UFC bardagakvöld fer fram 24. október í Dublin en þar mun Joe Duffy mæta Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular