spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentRampage og Wanderlei Silva mætast í 4. sinn í Bellator - stórir...

Rampage og Wanderlei Silva mætast í 4. sinn í Bellator – stórir hlutir framundan hjá Bellator

Bellator ætlar að gera stóra hluti í haust. Á blaðamannafundi í gær tilkynntu bardagasamtökin stór plön fyrir haustið svo sem stóra bardaga, veltivigtarmót og nýja streymisþjónustu.

Bellator hélt blaðamannafund í New York í gær. Bellator er við sama heygarðshornið og tilkynnti bardaga á milli tveggja eldri bardagamanna. Þeir Quinton ‘Rampage’ Jackson og Wanderlei Silva munu mætast í 4. sinn á Bellator kvöldi þann 29. september í Kaliforníu. Wanderlei Silva vann fyrstu tvo bardagana árin 2003 og 2004 í Pride í Japan en Rampage vann þann þriðja með rothöggi árið 2008 í UFC. Sama kvöld mun millivigtarmeistarinn Gegard Mousasi mæta veltivigtarmeistaranum Rory MacDonald í ofurbardaga í aðalbardaga kvöldsins.

Veltivigtin í Bellator mun ekki sitja auðum höndum á meðan MacDonald mætir Mousasi en Bellator mun setja á stokk útsláttarmót í veltivigtinni líkt og gengur og gerist í þungavigtinni. Veltivigtin er einn mest spennandi þyngdarflokkurinn í Bellator núna og inniheldur bardagamenn á borð við Rory MacDonald, Lorenz Larkin, Douglas Lima, Paul Daley, Michael Page og Andrey Koreshkov. Ekki hefur verið tilkynnt hverjir verða í mótinu en talið er líklegt að meistarinn MacDonald komi inn í mótið á næsta ári.

Þá tilkynnti Bellator einnig samstarf við streymisþjónustuna DAZN. Bellator mun halda sjö bardagakvöld sem verða eingöngu sýnd á DAZN. 15 bardagakvöld munu svo vera sýnd á Paramount sjónvarpsstöðinni og einnig á DAZN. Streymisþjónustan er ekki aðgengileg á Íslandi eins og er og aðeins aðgengileg í Þýskalandi, Austurríki, Sviss, Kanada og Japan. Til stendur að gera þjónustuna aðgengilega í fleiri löndum á næstu misserum.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular