Brett Okomoto hjá ESPN sagði fyrr í kvöld að bardagi Rashad Evans og Tim Kennedy sé ekki lengur á UFC 205. Þessar upplýsingar fékk hann frá Dana White, forseta UFC.
With Dana White right now, tells me Evans/Kennedy is off due to an issue with Evans’s medicals. More info to come.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) November 8, 2016
Samkvæmt tístinu kom upp vandamál í læknisskoðun Rashad Evans. Bardaginn átti að fara fram í millivigt og hefði orðið fyrsti bardagi Evans í þyngdarflokknum eftir langa veru í léttþungavigt.
Rashad Evans er 37 ára gamall en bardaginn á laugardaginn hefði verið fyrsti bardagi Evans í UFC sem er ekki á aðalhluta bardagakvöldsins. Tim Kennedy er eflaust svekktastur með þetta enda hefur hann ekki barist í rúm tvö ár. Enn sem komið er veit hann ekkert..
Tim Kennedy is on an airplane right now, I’m told. He lands in NY at 5 pm, and unless he has wifi, he doesn’t know about the Evans news.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) November 8, 2016
Kennedy’s team tells me they have yet to be told officially that the fight is off, either. This is the first they’ve heard of it being off.
— Ariel Helwani (@arielhelwani) November 8, 2016
Meiri upplýsingar eiga eftir að koma í ljós en UFC 205 fer fram á laugardaginn í Madison Square Garden í New York.