0

Renzo Gracie handtekinn

renzo

Renzo Gracie.

MMA goðsögnin Renzo Gracie kom sér í vandræði nýverið eftir slagsmál. Renzo var handtekinn fyrir utan næturklúbb í New York ásamt fylgdarliði.

Að sögn MMA vefsíðunnar Sherdog komst jiu-jitsu og MMA goðsögnin Renzo Gracie í vandræði á sunnudaginn var í New York borg. Renzo var ásamt vinahóp fyrir utan skemmtistaðinn 1-Oak sem er ekki langt frá skóla Renzo, þ.e. The Renzo Gracie Academy. Að sögn vitna fór Renzo ásamt fylgdarliði fremst í röðina en í stað þess að fara inn brutust út áflog við dyraverði. Einhver högg voru víst látin vaða og á einum tímapunkti var Renzo með einn dyravörðinn í “mount”. Að lokum handtók lögreglan alla í fylgdarliði Renzo, sem voru um sjö manns, meðal annars Renzo sjálfan og frænda hans Igor Gracie. Einn dyravarðanna var sendur á spítala með handleggsbrot. Ekki er vitað hvort atvikið hafi verið kært en búast má við nánari fréttum af atvikinu síðar.

Óskar Örn Árnason
Latest posts by Óskar Örn Árnason (see all)

Óskar Örn Árnason

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.