Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaRenzo Gracie handtekinn

Renzo Gracie handtekinn

renzo
Renzo Gracie.

MMA goðsögnin Renzo Gracie kom sér í vandræði nýverið eftir slagsmál. Renzo var handtekinn fyrir utan næturklúbb í New York ásamt fylgdarliði.

Að sögn MMA vefsíðunnar Sherdog komst jiu-jitsu og MMA goðsögnin Renzo Gracie í vandræði á sunnudaginn var í New York borg. Renzo var ásamt vinahóp fyrir utan skemmtistaðinn 1-Oak sem er ekki langt frá skóla Renzo, þ.e. The Renzo Gracie Academy. Að sögn vitna fór Renzo ásamt fylgdarliði fremst í röðina en í stað þess að fara inn brutust út áflog við dyraverði. Einhver högg voru víst látin vaða og á einum tímapunkti var Renzo með einn dyravörðinn í “mount”. Að lokum handtók lögreglan alla í fylgdarliði Renzo, sem voru um sjö manns, meðal annars Renzo sjálfan og frænda hans Igor Gracie. Einn dyravarðanna var sendur á spítala með handleggsbrot. Ekki er vitað hvort atvikið hafi verið kært en búast má við nánari fréttum af atvikinu síðar.

spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular